Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 136
SKÍRNIR
386 ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON
það tímanna tákn að fólki úti í hinum stóra heimi, eða fræðingum
og spekingum að minnsta kosti, virðist öfugt farið.
Samkvæmt kenningum Kuhns eru svokallaðar vísindabyltingar
afdrifaríkustu atburðirnir í framvindu vísindanna. A undan slíkri
byltingu fer venjulega svonefnd kreppa (,,crisis“). Þá safnast saman
frávik („anomalies") í athugunum eðaöðrum atriðum sem stangast
á við ríkjandi viðtak (,,paradigm“)8 og verða mönnum þyrnir í aug-
um. I bókinni um Eðli vísindabyltinga er því svo lýst að kreppan
verði fyrst og fremst innan vísindasamfélagsins („scientific com-
munity“) sem lætur sig varða viðkomandi fræðasvið. I samræmi
við það má segja að lýsing bókarinnar á framvindu vísinda sé inn-
hverf og er Kuhn stundum legið á hálsi fyrir þetta.9
Ég tel á hinn bóginn að sjónarhorn Kuhns sé víðara í bókinni um
Byltingu Kópernikusar: Þar tekur hann ágætlega til greina ýmsar
hugmyndir af ætt trúarbragða og heimspeki, sem uppi voru með
mönnum í upphafi nýaldar og hann telur hafa haft áhrif á hina bylt-
ingarkenndu þróun stjarnvísinda og heimsmyndar sem þá varð. Er
hann um þetta mjög undir áhrifum frá Alexandre Koyré sem hann
þekkti og vitnar mjög til.
Priðja skeið: Úthverfan - Merton
Þeir sem gagnrýna Kuhn fyrir innhverfu mega yfirleitt teljast til
þriðja stigsins í þróun vísindasögunnar, en þá hafa menn farið að
gefa sívaxandi gaum að ytri áhrifum á framvindu vísindanna, ekki
aðeins frá heimsmynd og öðrum grunnhugmyndum trúarbragða,
og frá heimspeki og bókmenntum, heldur einnig frá siðfræði krist-
innar trúar, stjórnmálum, atvinnuháttum og efnahagslífi. Þegar
lengst gengur, kveður svo rammt að úthverfunni að það þykir jafn-
vel ljóður á ráði vísindasagnfræðingsins að kunna einhver skil á efni
og aðferðum þeirrar fræðigreinar sem hann er að fjalla um, að
minnsta kosti eins og hún horfir við nú á dögum. Þegar slíku er
haldið fram, leynt eða ljóst, rísa hinir „innhverfu" öndverðir og
svara því til að saga tiltekinnar fræðigreinar verði aldrei skrifuð af
viti nema af þeim sem þekkja fræðin innan frá; læknar einir eigi að
skrifa sögu læknisfræðinnar, stærðfræðingar sögu stærðfræðinnar
og svo framvegis.