Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 88
338
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
fornum sögum, en þó þykir mér fýsilegt að gera ráð fyrir því að átt
sé við feðgana í Héðins þætti og Högna, þá Hálfdan konung í
Hróiskeldu og Högna son hans. Þegar Hálfdan konungur er hnig-
inn að aldri kemur Sörli víkingur til Danmerkur, sér þar skrautleg-
an dreka Hálfdanar og vill fyrir hvern mun eignast gripinn. Sörli
býst til bardaga, en sumir Danir segja Hálfdani „að honum væri
óráð í að berjast og hann skyldi flýja sakir liðsmunar. Konungur
sagði að fyrr skyldi hver falla um annan þveran en hann skyldi
flýja. “,7 Búast nú hvorirtveggju til orrustu, og slær í hinn harðasta
bardaga, og lýkur með því að Hálfdan konungur fellur og allt lið
hans. Ef til vill er það engin tilviljun að hér er beitt sama orðtaki
(„að falla um annan þveran“) og Steinn notar í Nizarvísum og
Snorri síðan í Heimskringlu. Héðins þáttur og Högna styðst að
einhverju leyti við kvæði; eitt þeirra er Sörlastikki sem nú er að
mestu leyti glatað. Vel mætti hugsa sér að haugsvísan í Njálu sé
komin úr tólftu aldar kvæði um þá feðga Hálfdan og Högna, þótt
engin tök séu á að sanna slíka tilgátu til hlítar. En í Njálu verður
bragsmíðin notuð sem draugavísa, þótt að vísu fari ekki alls kostar
vel á því að kalla haugbúann á Hlíðarenda draug.
En hvernig sem tilgátunni er farið, þá verður hitt naumast deilu-
atriði: hlutverk vísunnar í Gunnarshaugi er allt annað en upphaf-
legur tilgangur hennar. Þótt hugmyndir mínar um vísuna stingi
mjög í stúf við kenningar Einars Ol. Sveinssonar í formálanum að
Brennu-Njáls sögu þykir mér rétt að rifja upp stutta glefsu frá
honum:18
Eflaust má telja, að vísan sé eldri en sagan og höfundurinn hafi ekki getað
fengið af sér að sleppa henni, þótt efni hennar bryti í bága við frásögn hans.
Vonlaust er að ætla sér að tímasetja vísuna nánar, en ef nokkuð er, mundi
hið ókunna orð dgggla þoka henni aftur í tímann. Hér er því að ræða um
aðra sögn: Gunnar var svo kappsfullur, að hann vildi ekki vægja fyrir óvin-
um sínum, og þess vegna fór hann sínu fram, fór ekki utan. Slíkt er hetju-
sagna efni. Finnst mér sú skoðun eðlileg, að hér sé að ræða um eldri skýr-
ingu á því, að Gunnar fór ekki utan, heldur en þá, sem kemur fram í 75. kap.
(xxxvi-xxxvvii)
Rétt mun það vera hermt að vísan sé eldri en Njála, en hitt er ærið
vafasamt að telja vísuna hluta af arfsögnum þeim sem höfundur
sögunnar hafði um Gunnar. Það er einmitt eitt af sérkennum Njálu