Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 187
SKÍRNIR
ÞAR SEM HEIMSPEKI . . .
437
streita, sem líklega mun fylgja vísindasagnfræði til eilífðarnóns og er ná-
tengd margræðni sannleikshugtaksins. Hvernig geta vísindasagnfræðingar
fremur en aðrir botnað í vísindastarfi fortíðarinnar án þeirrar menntunar
sem þeir hafa sjálfir hlotið á sviði vísinda og tækni? Hefst ekki vegferðin til
vísindaheims liðinna alda í nútíð þeirra sjálfra? Gætu lesendurnir skilið
afrakstur sagnfræðirannsóknanna öðruvísi? En verður samtíðarskilning-
urinn þeim ekki jafnframt fjötur um fót? Nægir þeim að vísa til heilbrigðrar
skynsemi og þess sem sennilegt er, þegar þeir rýna í gulnuð blöð og bókfell
og hafa vitneskju síðari tíma jafnframt í bakhöndinni (1,44)? Er skynsemin
ekki einnig sögulega ákvörðuð og barn síns tíma? Aður hefur verið rætt um
samsvörun kenninga og raunveruleika og þá erfiðleika sem eru samfara því
að leggja mat á samsvörunina. Menn hafa án efa beitt heilbrigðri skynsemi
á hverjum tíma til að meta samsvörunina. Ur því að matið hefur orðið
jafnólíkt á mismunandi tímum og raun ber vitni, er þá ekki allt eins líklegt
að heilbrigð skynsemi hafi einnig tekið breytingum í aldanna rás?
Við mat á skekkjunni í sögu stjarnvísinda leggur höfundur til grundvall-
ar almenna skynsemi og göngu himintunglanna, eins og hún var „í raun-
inni“, þ. e. eins og fólk fyrir daga Krists hlaut að hafa séð hana með berum
augum. Sömuleiðis leggur hann áherslu á það annars vegar hvernig traust
kenningakerfi geta varist ágangi nýrri hugmynda um langa hríð og hins
vegar það, að þau geta einungis verið ákvörðuð af aðgengilegri vitneskju á
hverjum tíma.
Sjá menn nokkurn hlut með berum augum (1,19)? Er ekki öll skynjun
okkar sögulega mótuð á einhvern hátt? - Auðvitað ekki að því er varðar
rafboð og jónaflæði í sjóntauginni, heldur merkingu og túlkun þeirra
mynda, sem sífellt skella á augnbotnunum dag hvern - mynda af heimi, sem
er svo flókinn og margbreytilegur, að undrum sætir að fólki hafi í fyrndinni
tekist að finna lögmál til að lýsa reglubundinni hegðan örlítils hluta af
honum. Stjörnuhvelfingin er þar á meðal, og hreyfingu stjarnanna má lýsa
og skýra á margvíslegan hátt. Frá örófi alda hafa menn sett fram
a. m. k. tvenns konar kenningar þar að lútandi, þ. e. stærðfræðilegar og
eðlisfræðilegar. Fyrri kenningarnar láta nægja að lýsa fyrirbærunum án
þess að segja fyrir um eðli hlutanna í sjálfum sér. Síðari kenningarnar út-
skýra fyrirbærin jafnframt því að lýsa þeim og hafa því að auki tekið veru-
fræðilega afstöðu til heimsins.
Af þessu leiðir, að mat á söguskekkjunni í sögu stjarnvísindanna felur
jafnframt í sér ákveðna afstöðu til vísindakenninga: Eiga kenningar ein-
ungis að lýsa hegðan fyrirbæranna, eða eiga þær jafnframt að skýra eðli
þeirra? Þetta skiptir máli í mati á kenningasmíði fortíðarinnar að því leyti,
að ef söguskekkjan birtir einhvers konar þekkingarmun þá er nauðsynlegt
að vita, hvort verið sé að bera saman eðlisfræðilegar eða stærðfræðilegar
skýringar á hegðan náttúrunnar. Eru þær kenningar, sem styðjast við raun-
verulegri og sennilegri líkön af fyrirbærunum, réttari en þær sem reistar eru
á ósennilegri en e. t. v. stærðfræðilega handhægari líkönum? Jafnvel þótt nú