Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 104
354
ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON
SKIRNIR
að safna þjóðsögum og ævintýrum á 19du öld.12 Það er á þeirri öld
sem áhugi þýskra á norrænum bókmenntum vaknar fyrir alvöru.
Ymsir höfundar, svo sem skáldið Friedrich de la Motte Fouque,
sem var einn af víðlesnustu höfundum sinnar tíðar, taka upp á því
að nota norræn stef í verkum sínum og smíða úr þeim oft og tíðum
nýstárlegan skáldskap. Kunnastur allra þeirra smiða er án efa tón-
skáldið Richard Wagner, sem aflaði sér efniviðar úr Eddukvæðum
og Völsungu, þegar hann samdi Niflungahringinn fræga. Það er þó
ekki fyrr en í upphafi þessarar aldar, sem hafist er handa við að
koma Islendingasögum á þýsku. Arið 1907 gefur klerkurinn Arthur
Bonus út þriggja binda verk, íslendingabók, sem hefur að geyma
valda kafla úr sögunum, að viðbættum ítarlegum formála þýðand-
ans.13 Sá inngangur er um margt forvitnilegur. Þar er í fyrsta sinn
reynt að tengja sögurnar þeirri þjóðernishyggju, sem síðar átti eftir
að magnast og tútna út í menntalífi Þjóðverja. Bonus lætur þá sann-
færingu í Ijósi, að í þessum fornu sögum af vöskum köppum og
vænum frúm, sem ólu manninn á íslandi fyrir hundruðum ára, geti
Þjóðverjar fundið rætur allra bestu eðlisþátta sjálfra sín. Þetta fólk
hafi verið verðugustu fulltrúar hins germanska kyns í sögunni. Það
hafi verið gætt þeirri stórmennsku og andlegu tign sem sé aðall hins
norræna kynþáttar. Þess vegna séu Islendingasögurnar til þess
fallnar að vekja þýska til vitundar um sitt „innsta eðli“ og vera þeim
hvatning til að fara að horfast í augu við sjálfa sig og þá eðlisþætti
sem í þeim búa.14
Enda þótt í þessum orðum kveði við sá tónn sem ríkti í skrifum
þjóðernissinna um íslendingasögur síðar, eru þessar hugmyndir
enn litaðar af rómantískum hetjuanda 19du aldar. Bonus er í mun
að eggja þjóð sína til dáða og fá hana til að gangast við þeirri ger-
mönsku hetjulund sem hún hafði tekið í arf. Hann lætur vera að
færa nokkur rök fyrir skyldleika Islendinga og Þjóðverja, heldur
gengur að því vísu, að báðar þjóðirnar séu kvistir á einum og sama
meiði. Fáum árum eftir útkomu íslendingabókar Arturs Bonusar
hrindir forleggjarinn Eugen Diederichs heildarútgáfu verkanna af
stokkunum og á næstu áratugum koma sögurnar allar, auk Eddu-
kvæða, út á þýsku. Það er sá sjóður sem bókmenntafræðingar nas-
ismans ganga í, þegar þeir byrja að brýna fyrir löndum sínum
nauðsyn þess, að þeir taki mið af hreysti og fornum dyggðum ís-