Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 185
SKIRNIR
ÞARSEM HEIMSPEKI . . .
435
aldamótakynslóðarinnar vonaði Sarton að vísindin yrðu hornsteinn nýrrar
mannhyggju. Vísindasagan átti að gegna lykilhlutverki í því uppbyggingar-
starfi.6 En Sarton varð eigi að ósk sinni og arftakar hans hafa jafnan talið að
hann sannaði það eitt með þrotlausu starfi sínu, að ógerlegt væri að skrifa
allsherjarvísindasögu. Sú ályktun er að mörgu leyti sanngjörn, en hefur
einnig orðið handhæg réttlæting sívaxandi sérhæfingar innan greinarinnar.
Vísindasagnfræðingar hafa almennt orðið sérfræðingar í sögu afmarkaðra
fræðigreina eða tímabila, og fáir hafa treyst sér til að hefja hugsjónir Sartons
og samherja hans aftur til vegs og virðingar. I rauninni má segja, að eitt af
helstu vandamálum vísindasagnfræðinnar um þessar mundir sé að finna
skynsamlega málamiðlun milli hugsjóna Sartons og vísindasagnfræðinga
síðustu áratuga, þ. e. að skoða vísindasöguna út frá fleiri en þessum tveimur
sjónarhornum.
Ofangreind þróun innan vísindasögunnar takmarkar mjög svigrúm
þeirra sem vilja skrifa vísindasögu lengri tímabila. Hvaða sagnfræðingum
ber helst að treysta? Er ráðlegt að trúa skrifum örfárra manna? Hvernig er
unnt að sýna hve mikið hefur verið skrifað um þessi efni, án þess að glata
athygli lesandans? Hefur síðasta atriðið auk þess eitthvert gildi í sjálfu sér?
Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, en mögulegt ætti að vera
að kynna fjölbreytni sagnfræðilegrar túlkunar með tilvísunum í nýlegar
yfirlitsgreinar, aðgengilegar alfræðibækur og fremstu rit á hverju sviði án
þess að tíunda efni þeirra í smáatriðum. Þar með yrði deginum ljósara að í
flóknum heimi sagnfræðinnar dafna margvíslegar skýringar á framvindu
sögunnar. I þeirri veröld er enn erfiðara að festa hendur á sannleikshugtak-
inu en í heimi raunvísinda. Forsendur sögulegs mats á hverjum tíma vega
þungt og verða eigi umflúnar. Ekki er hægt að ganga upp í forláta útsýnis-
turna utan tíma og rúms til að virða fyrir sér fortíðina. Þess konar turnar
eru ávallt mannleg smíði og bera ótvíræð merki um byggingarstíl hvers
tíma. Vísindasagnfræðingum tekst sjaldan að sleppa úr viðjum hugmynda-
fræði síns tíma þótt þeir séu allir af vilja gerðir. Aðrir skrifa beinlínis um
fortíðina til að vinna ákveðnum skoðunum brautargengi í eigin samtíð.
Ekki er þó nein ástæða til örvæntingar, þótt svo sé í pottinn búið. Sagn-
fræðin verður einungis meira heillandi, úr því að vangaveltur um hið liðna
varpa á sama tíma ljósi á okkar eigin samtíð. Þetta sögulega afstæði leiðir
auk þess af sér nokkurn létti og frelsi, þar sem sjaldan er skynsamlegt að
rígskorða sig við eina eða tvær útskýringar á sögulegum fyrirbærum. Þess
í stað ætti að gaumgæfa þjóðfélagslegt baksvið sagnfræðiritanna sjálfra til
að komast að raun um hvaða dulinn boðskap þau hafi að flytja. Er hægt að
nota heimildirnar fyrr en slík athugun hefur verið gerð?
Gagnlegt hefði verið að taka í upphafi Heimsmyndar skýrt fram hverjar
fræðilegar forsendur og hvaða verk væru helst höfð að leiðarljósi. Sökum
skorts á þessu verða sumar aðferðafræðilegar forsendur verksins ekki ljósar
fyrr en eftir umtalsverðan lestur. Auk þess er ekki ætíð auðvelt að sjá, hvað
olli vali fræðilegra rita. Talsvert er stuðst við Sarton og aðra eldri fræði-