Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 30
280
HELGA KRESS
SKÍRNIR
is það sem hann sýnir,49 Ætlast hann ekki til að verða tekinn á orð-
inu og slær alvöru upp í grín. Er skáldsagan, með innskotum sínum
og athugasemdum, t. a. m. um eigin texta, talin vera aðalvettvangur
íróníu af þessu tagi.
Frændinn í „Grasaferð“ er höfundur og skáld af þessu tagi.
„„Pað verður ekki talað við þig,““ segir systirin við hann óþolin-
móð, ,,„þú ert með tóma útúrdúra og enginn maður getur séð,
hvort þér er alvara eða gaman““ (16). Minnir lýsing hennar mjög á
kynningu þeirra Jónasar og Konráðs Gíslasonar á hinu rómantíska
skáldi, þ. e. Heine, íFjölni 1835:
Hann er gott skáld: andagiftin er mikil og ímyndunaraflið, en þó ekki
brestur á viti. Samt er hann ekki stöðugur í sér þegar hann yrkir; því meðan
það er sem blíðast og barnalegast hjá honum, þá er hann allt í einu rokinn og
gengur berserksgang, og meðan hann leikur sér í meinleysi og er ekki nema
tilfinningin tóm, veit enginn fyrri til en hann verður meinhæðinn og til-
finningalaus.50
Einnig frændinn reynir að svara fyrir sig með „meinyrðum“
(23), og að mati syturinnar talar hann „undarlega“ (22). Grípur
hann nokkrum sinnum fram í sögu sína, þótt hann ávarpi lesendur
ekki beint nema einu sinni við hámark hennar þegar hann stendur
andspænis grösunum eftir erfiða ferð upp fjallið. Er það innskot
töluvert langt og lætur sögumaður þar í ljós hugleiðingar sínar um
mismunandi störf sem koma alveg heim og saman við hefðbundna
verkaskiptingu kynjanna og karlmennskuhugmyndir hans um
leið. Samsamar hann sig hetjulega (og írónískt) veiðimönnum og
öðrum „sem afla sér fjár úr skauti náttúrunnar“ (14-15) og geta
tekið byrði sína „fyrirhafnarlaust að kalla“ (14). Hins vegar eru svo
þeir sem „vinna að því sem aflað er, og endurbæta það og um-
mynda [. ..] og búast ekki á hverri stundu við einhverjum feng“ (15),
þ. e. þurfa ekki að sigrast á neinu.51
Þá kemur það hvað eftir annað fram í sögunni að tungumál og
veruleiki eru sitt hvað. „„Þér er óhætt að sleppa [...] þú varst býsna
hrædd““ (23), segir frændinn og ber sig mannalega þegar fjallið er
um það bil að hrynja ofan á þau, en snýr sér undan „um leið“ og „,,í
því ég sagði þetta [...] til að þurrka af mér svitann og lofa guð í hálf-
um hljóðum; því ég sá glöggt að við höfðum verið í lífshættu““
(23).