Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 73
SKÍRNIR BÓK ÁN BORGARALEGS ÖRYGGIS
323
Þetta breytilega og ólíka sjónarhorn verður til þess að skapa bil
milli lesenda og frásagnar og þar með gera lesturinn gagnrýnari en
ella. Hvernig er hægt að greina milli sannleika og blekkingar?
Hvort á heldur að trúa Jaka eða „útgefandanum“? Eða snýst
spurningin ekki um „annaðhvort — eða“ ? Hafa báðir sögumenn ef
til vill nokkuð til síns máls?
Jafnframt því sem lesendur eru neyddir til að glíma við spurning-
ar á borð við þessar, upplifa þeir sköpun sögunnar, öðlast innsýn
að kjarna hennar. Og þar eiga sér stað sífelldir árekstrar milli veru-
leikans og blekkingarinnar sem felst í frásögn af honum.
Þannig tengist ytra form sögunnar ákveðinni efa- og sjálfdæmis-
hyggju, skoðuninni að það finnist enginn endanlegur sannleikur,
sérhver maður verði sjálfur að bera ábyrgð á því sem hann tekur
trúanlegt. A þennan hátt eru lesendur virkjaðir til þátttöku í merk-
ingarmyndun sögunnar.
4. Dauði sögumanns
Þegar Gunnar Gunnarsson skrifaði Vikivaka stóð hann við hálfn-
að skeið ævinnar og átti að baki mörg stærstu verk sín, svo sem
Fjallkirkjuna. Líkt er farið með Jaka Sonarson þegar hann hefur
frásögn sína, þar sem hann situr á afskekktum búgarði sínum, víðs
fjarri öðrum mönnum. Það er gamlársdagskvöld, sú stund ársins
þegar menn líta yfir horfinn veg og meta árangur erfiðis síns, en
áforma jafnframt um framtíðina. Viðhorfið er þannig tvískipt, eins
og andlitið á Janusi sem snýr bæði fram og aftur. I hendinni hefur
Jaki bók sína „Ævirúnir“, sem rituð var á „þeim árum æsku og
ofdirfsku, þegar hvaðeina virðist auðvelt og einfalt og maður vílar
ekki fyrir sér að meðhöndla tilveruna sem villibráð, að velli lagða
eigin hendi, og skoða upp í skapara himins og jarðar sem hvern
annan falan hest á hrossatorgi“ (33).
En hvað segir þessi bók lífsins honum nú? Ekkert. Hún leiðir
huga hans aðeins að rotnandi beinum. Og Jaki spyr sjálfan sig
hvort þeir hlutir geti miðlað öðrum nokkru sem sigrast hefur verið
á, þeir skoðaðir, skilgreindir, um þá samin skýrsla og þeir síðan
yfirgefnir. Sprettur nokkuð lífvænlegt upp af því sem hefur verið
lagt að velli?