Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 118
368
AITOR YRAOLA
SKÍRNIR
Morgunblaðið: „Franco flytur matföng til Barcelona í dag“.
Vísir: „Azana segir af sér“.
Ef litið er á fréttina sem valin er frá árinu 1936, má ljóst vera, að
mikill munur er á atburðum og þeim frásögnum, sem Islendingum
stóð til boða að lesa. Eftir stendur spurningin, hvort mistúlkun og
brenglun var viljandi eða ómeðvitað verk ritstjórna í samræmi við
þá stjórnmálastefnu, sem ríkti á hverju blaði. Blöðin höfðu ýmsar
heimildir fyrir fréttum sínum, einkum útvarp, en auk þess fengu
þau fréttir frá Kaupmannahöfn, Lundúnum (Reuter), Osló og
Berlín, Morgunblaðið að auki skeyti frá „United Press“, sem og
Vísir. Þjóðviljinn studdist við fregnir frá áðurgreindum borgum
auk Moskvu. Því má fullyrða, að öll blöðin höfðu aðgang að sam-
bærilegum heimildum, og brenglun eða frjálsleg túlkun hefur því
einkum átt sér stað hér heima. Heimildir í erlendum blöðum eru
einkum frásagnir fréttaritara, rithöfunda, ferðamanna o. s. frv.,
þýddar óbeint eða endursagðar. Þessi athugun vekur ýmsar hug-
leiðingar um hlutverk fréttaritarans, skoðandans, sem sendir frá-
sögn sína af vettvangi, en ekki verður farið út í þá sálma á þessum
blöðum.
II
Lesefnið, sem birtist um Spán, er býsna misjafnt eftir blöðum.
I töflu 4 eru skráðar greinar, þar sem höfundarafstaða kemur fram,
frásagnir, ferðalýsingar, reynslusögur úr stríðinu, beinar og óbein-
ar, þýðingar, bréf, áróðurstilkynningar eða hvers konar önnur
skrif en beinar fréttir:
Tafla 4
1936 1937 1938 1939
Alþýðublaðið ................................. 16 65 13 0
Morgunblaðið ................................. 16 8 9 0
Þjóðviljinn ................................... 4 41 25 7
Vísir ......................................... 0 7 11 0
Tvö dagblöð skera sig úr að þessu leyti, Alþýðublaðið birtir 65
greinar árið 1937, þar af eru 48 heildarþýðing á skáldsögu Uptons