Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 225
SKÍRNIR
FORNAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
475
Biblíunnar sem er þýtt. Á þessum tíma er Vulgata, latneska þýðing Biblí-
unnar, ein notuð í helgihaldi kirkjunnar en unnið hefur verið með texta
biblíurita á þjóðtungum við hlið latínunnar.
I öðrum kafla rekur Kirby sögu kristnitökunnar í Noregi og á Islandi og
sögu kirkjunnar næstu aldirnar á eftir og gefur yfirlit yfir trúarlegar bók-
menntir á norrænu sem baksvið biblíuþýðinga á þessu svæði. í síðari kafla
bókarinnar er einnig skrá yfir bókakost á íslandi og í Noregi á miðöldum.
Kirby gefur auk þess yfirlit jfir rannsóknarsöguna þannig að lesandinn
getur kynnt sér efnið nánar. I ritinu Biblical Quotation in Old Icelandic —
Norwegian Religious Literature, 2. bindi, er birt skrá yfir þessar bók-
menntir og útgáfur á þeim.
Það er mjög gagnlegt að fá slíkt yfirliti yfir þær heimildir sem til eru á
norrænni tungu og tilvísanir í rannsóknarsöguna. í eftirmála er skrá yfir
handrit og handritabrot og stutt lýsing á þeim. Á síðustu öld voru mörg
þessara rita gefin út. Má m.a. nefna Stjórn, Hómilíubækur, Biskupa sögur,
Postula sögur, Maríusögu og Heilagra manna sögur. Flestar þessara bóka
eru nú harla torfengnar.
Þessi kafli hefði gjarnan mátt vera lengri með fleiri dæmum úr þessum
textum sem margir hverjir eru á heillandi máli. Mörg þessara rita eru frem-
ur lítt þekkt nútíma mönnum og væri fyllsta ástæða til að kynna þau t.d.
með útgáfu sýnisbókar.
Einnig hefði verið gagnlegt að fá meiri umfjöllun um þýðingu annarra
rita á íslensku og samanburð á þýðingaraðferðum. Mér dettur t.d. í hug í
þessu sambandi umfjöllun Finns Jónssonar prófessors á þýðingaraðferð-
um Brands Jónssonar biskups á Alexanderssögu.10
Það fer ekki á milli mála að bókmenntaiðjan á íslandi hefur verið grósku-
mikil fram að 1400. Þótt tiltölulega litlar heimildir séu um skólahald á Is-
landi á miðöldum11 mætti draga vissar ályktanir um kennsluhætti af bók-
menntaiðjunni og ekki síst af þeim þýðingum sem varðveist hafa. Það gæti
verið áhugavert verkefni að kanna hvort eða að hve miklu leyti aðferðir sem
íslendingar beittu við þýðingar á erlendu efni byggist á aðferðum í ritlist
sem kenndar voru í mælskulistarskólum og áttu rætur sínar að rekja til
fyrrnefndra kennslubóka.
IV
I þriðja kafla bókarinnar snýr Kirby sér að aðal viðfangsefni sínu en það er
eins og áður var nefnt athugun á því hvort þau handrit sem til eru á
norrænni tungu geti gefið vísbendingu um að til hafi verið Biblía á norrænu
á undan Guðbrandsbiblíu.
Fyrst fjallar hann um þau handrit sem geyma beina biblíutexta (kaflar 3-
5) en það eru sögurit Gamla testamentisins, þ.e. Mósebækurnar fimm, Jós-
úabók, Samúels-, Kroníku- og Konungabækur, sögurit apokrýfra bóka
Gamla testamentisins, 1. Makkabeabók og hluti 2. Makkabeabókar og
þýðingar úr Saltaranum. Síðan (6. kafli) fjallar hann um handrit, sem geyma