Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 198
448 HJÖRLEIFUR RAFN JÓNSSON SKÍRNIR
Whyte, sem rannsakaði þetta fyrirbæri, heldur því fram að með því að upp-
hefja afrek forfeðra sinna sé fólk að búa til glæsta fortíð (einkum evrópska,
þ. e. óháða Suður-Afríku) sem það sér sjálft sig sem hluta af, og geri tilkall
til meiri virðingar í samfélagi nútímans í ljósi þessarar glæstu fortíðar.
Einnig sé mikil áhersla lögð á mikilvægi hvítra í samfélaginu, en hvítir eru
sem kunnugt er í miklum minnihluta innan ríkisins og gera ýmislegt til að
halda völdum sínum og réttlæta þau. Preston-Whyte telur að sú mynd af
veruleikanum sem menn hafa búið til í tengslum við ættafélögin þjóni bæði
sem réttlæting á núverandi stjórnmálaástandi og hvatning til áframhaldandi
baráttu.6
Þær sögur sem fólk segir eru því ekki endilega „sannar“, en þær eru rök-
legar í réttu samhengi, og til að skilja þær þarf maður allskyns aukaupplýs-
ingar, bæði aðrar sögur sem fólk segir og það pólitíska og efnahagslega
samhengi sem það fólk býr við sem segir sögurnar.
III
Söfnun og skráning þjóðsagna og þjóðhátta hófst hér á landi um miðja síð-
ustu öld. Þessi iðja var ekki séríslenskt fyrirbæri, heldur sprottin af þýskri
og danskri rómantík og þjóðernishyggju. A síðari hluta 19. aldar og framan
af þeirri 20. varð þessi söfnun hérlendis mjög vinsæl, og nú eru „Þjóðsögur
íslendinga [. . .] miklar að vöxtum og velflestar tiltækar í vönduðum og
smekklegum útgáfum".7 Safnararnir skráðu, flokkuðu, og gáfu sögurnar
út, og reistu þannig minnismerki um það sem þeir töldu „íslenska menn-
ingu“. Sumt var menning og annað ekki. Benedikt Gröndal minnist á
grímudansleiki í Reykjavík um síðustu aldamót í minningum sínum, og
bætir við „var þar oftast fyllirí og drasl og ekki nema ruslfólk".8 Fram-
varðasveit íslenskrar menningar taldi viðfangsefni sitt fyrst og fremst
sprottið úr sveitum og fortíðinni. Finnur Jónsson sagði til dæmis að
„Garðurinn [hefði] alla tíð verið talinn með bestu veiðistöðum sunnan-
lands, en menningin var þar fremur á lágu stigi.“9
Söfnun og útgáfa þjóðsagna, sem og útgáfa fornsagna, var angi þjóðern-
ishreyfingar Islendinga, hugmyndafræðilegur armur þeirrar hreyfingar
sem vildi, með sjálfstæði frá Danmörku, taka völdin í landinu. Meginvið-
fangsefni forsvarsmanna sjálfstæðishreyfingarinnar var að búa til viðmið
fyrir þjóðernið sem hægt væri að sameina landsmenn um, viðmið sem
sýndi fram á að þjóðernislegur uppruni valdastéttarinnar breytti einhverju
fyrir almenning. Ef valdastéttin væri íslensk, þá væri ekki um eiginlega
valdastétt að ræða, heldur hverja aðra Islendinga. Þeirri hugmynd var hald-
ið á loft að Islendingar væru og hefðu verið mestu jafnaðarmenn. Við vær-
um öll jöfn sem Islendingar, og sameiginleg, glæst fortíð, þjóðsögur, og
hreint mál væri það sem gerði okkur að (góðum) Islendingum. Það þarf
ekki djúpar pælingar til að sjá hverra hagsmunum það þjónar að landsmenn
séu uppteknir af því að „vera Islendingar“. Megnið af þeirri fræðimennsku