Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 124
374
AITOR YRAOLA
SKÍRNIR
átakasvæðunum, gagnstætt öðrum Evrópuþjóðum. Þegar þetta er
haft í huga, má segja, að skýrt hafi verið frá hernaðaraðgerðum af
nokkurri hlutlægni, þótt hvert blað og tímarit hafi horft til atburða
af sínum pólitíska sjónarhóli. Fréttir af helstu atburðum stríðsins
voru ekki ritskoðaðar og lágu ekki í þagnargildi, t. d. ákvörðun um
vígstöðvarnar norðan Madrid, Aragónsókn lýðveldismanna, sókn
Afríkuhersins í áttina til Madrid, orrusturnar um Madrid, Málaga,
Jarama og Guadalajara, orrustan um Ebro o. s. frv. Að þessu leyti
má segja, að Islendingar væru vel upplýstir um atburði. Efug-
myndafræðileg afstaða á ritstjórn hvers blaðs réð hins vegar áhersl-
um og hlaut að leiða til stuðnings við annan hvorn aðilann. Morg-
unblaðið studdi íhaldssöm sjónarmið, jafnvel afturhaldssöm, en
umfram allt þó afskiptaleysi lýðræðisþjóðanna. Einungis er skýrt
frá ógnarverkum lýðveldissinna, Franco sækir á allt frá upphafi;
nafn hans er líklega það orð, sem oftast kemur fyrir, og hann er
sýndur brosandi í einkennisbúningi, umkringdur öðrum herfor-
ingjum. Vísir greinir frá sömu atburðum og Morgunblaðið, en hug-
myndafræðileg sjónarmið eru ekki mjög áberandi.
Alþýðublaðið sker sig úr hvað varðar mannúðlega afstöðu. Það
beitir sér fyrir fjársöfnunum til þess að aðstoða „systurverkalýðs-
stéttina“ á Spáni. Þar birtist þýtt bókmenntaverk um stríðið, og þar
viðraði Elalldór Laxness sjónarmið sín.
Þjóðviljinn er vettvangur ádeiluskrifa gegn fasisma og til varnar
sósíalisma í breiðum skilningi. Blaðið styður málstað Alþýðufylk-
ingarinnar, „Frente Popular“, og kommúnistaflokksins. Þar birt-
ust verk þekktra rithöfunda í bland við alls konar áróður og vörn
fyrir hugsjónir kommúnista.
í öllum blöðunum eru ágætar fréttagreinar úr stríðinu eftir virta
fréttaritara, sem ekki létu stjórnast af hugmyndafræðilegum hags-
munum. Skrá um allar þessar greinar fylgir heimildum.
Vikurit og þaðan af sjaldnar útgefin rit gegndu minna hlutverki
hvað varðaði lýsingu atburða; þar var hins vegar reynt að skýra
mál, oft með hliðsjón af hagsmunum annars hvors þátttakandans.
Þrjár bækur komu út sem tengdust stríðinu: skáldsaga, sem hef-
ur lítið gildi, saga styrjaldarinnar, hliðholl Franco, og minninga-
bók hugsjónamanns, sem var einstakur hérlendis, en fetaði í fót-
spor ótal annarra erlendis.