Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 186
436
SKÚLI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
menn, án þess að bakgrunni þeirra séu gerð nægjanleg skil. Þetta veldur því
að andblær liðinna ára í sagnritun leikur óþarflega mikið um lesandann.
Jafnframt hefur glatast tækifæri til að kynna íslenskum lesendum sumt hið
nýjasta og athyglisverðasta í fræðunum. Það er vonlaust að gera öllum vís-
indasagnfræðingum jafnhátt undir höfði, en hefði sú staðreynd ekki jafn-
framt átt að koma í veg fyrir að einungis væri stuðst við tiltölulega fáa höf-
unda í sérhverjum hluta verksins?
Hiklaust hefði mátt skera niður beinar tilvitnanir í fræðimenn, endur-
segja skoðanir þeirra í stuttu máli og færa þá þar með af aðalsviði verksins
inn í hliðarsali. Þeir verða stundum of áberandi, eins og um hnútana er
búið, og skyggja því á aðalpersónur og meginþætti verksins, þ. e. vísinda-
menn og hugsuði fyrri alda og störf þeirra. Einnig er hætt við, að athygli
lesandans dofni, þegar í sífellu verða á vegi hans langar tilvitnanir, sem
koma ekki frá sjálfum höfundi verksins. Eg hefði a. m. k. kosið að heyra
rödd Þorsteins hljóma kröftugar þegar um sagnfræðilegar spurningar er að
ræða.
Sömuleiðis hefði að ósekju mátt stytta tilvitnanir í frumheimildir. Þrjár
ástæður liggja þar að baki. I fyrsta lagi hafa lesendur oft og tíðum tilhneig-
ingu til að renna augum hratt yfir langar tilvitnanir og lesa þær einungis að
hluta. Það deyfir athygli lesandans. Auk þess felst oft í löngum tilvitnunum
tvíeggja stuðningur við röksemdafærslu höfundar, þ. e. viðamiklar tilvitn-
anir geta flutt annan boðskap en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Loks
er ekki alltaf augljóst, hvað fornir textar merkja einir og óstuddir. Hér á
landi hafa hins vegar ekki verið gefnar út aðgengilegar heimildabækur
(„source books“), hvorki á sviði vísindasagnfræði né heimspeki, og því hef-
ur höfundur gripið til þessa ráðs.
Ekki er örgrannt um, að höfundur vantreysti sagnfræðingum á stundum
(11,96 og 199) og telji það jafnvel affarasælla að gefa sögupersónum orðið
(1,236). Þar með er gefið í skyn að staðreyndirnar tali sínu máli sjálfar. En
gera þær það nokkru sinni og er hægt að slíta sig fullkomlega úr viðjum
sagnfræðilegrar umræðu með því að snúa aftur til frumheimilda? Er ekki
aðall sögulegra skýringa fjölbreytni þeirra, sem lýsir því að sagnfræðilegar
niðurstöður fást ekki nema með sameiginlegu átaki fjölda manna?
III
I upphafi verksins ræðir höfundur um eitt aðferðafræðilegt atriði, þ. e.
söguskekkjuna, sem ber að forðast (1,15). Hún kemur fram ef vísindasagn-
fræðingar nýta sér vitneskju síðari tíma við útskýringar á vísindastarfi for-
tíðarinnar. Þessi þekking var óaðgengileg áður fyrr og því gera vísinda-
sagnfræðingar sig seka um mistök ef þeir beita nútímaskilningi við athugun
á vísindum fyrri alda. Forn-Grikkir höfðu ekki alltaf á réttu að standa í
kenningasmíði sinni, en það ber að útskýra í ljósi þess sem þeir gátu hafa
vitað en ekki þess sem nútímamenn vita. I þessari skekkju er fólgin sú tog-