Skírnir - 01.09.1999, Page 10
256
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
stjórnun og skipulagning getur falið í sér þvingun og ofbeldi gegn
þeim einstaklingum sem ekki falla í settar skorður. Það er forræð-
ishyggja sem felur í sér skilgreiningarvald yfir almannaheillum,
svo stofnanir, stjórnkerfi og markaður verða grundvallarviðmið-
un frekar en manneskjur.
Slík einsýni getur mótað veruleikaskyn manna, hugsun og
tungutak. Þegar stofnanir standa í auknum mæli milli okkar og
veruleikans geta þær þrengt lífssýn okkar og vanvirt það brjóstvit
og þá siðferðiskennd sem hverjum og einum er gefið. Það er illt
til þess að vita að stofnanahyggja birtist í slíku valdi, því málið er
tæki okkar til að ná tökum á veruleikanum, tjá þá fjölbreyttu
merkingu sem við einatt skynjum en eigum ekki alltaf jafnauðvelt
með að koma orðum að. Við stöndum frammi fyrir heiminum og
reynum að fá hann til að hanga saman, merkja eitthvað fyrir okk-
ur. Virk viðleitni til skilnings getur rofið þá farvegi sem einsýnin
grefur hugsuninni.
Sú viðleitni sést vel í íslenskri bókmenningu í aldanna rás. Þar
hefur farið fram stöðug glíma við að koma orðum að heiminum,
ráða í hann og ljá honum merkingu. Þar er oft áberandi sá mann-
skilningur sem virðir þá sem skera sig úr, sérvitringa á borð við
fróðleiks- og bókamenn. Þeir áttu yfirleitt undir högg að sækja en
þó má vera að þeir hafi átt sér óvenjumarga griðastaði í íslensku
bændasamfélagi fyrri alda, verið litnir hornauga og virtir í senn,
allt frá Jóni lærða til Sigurðar Breiðfjörðs og Bólu-Hjálmars.
Ögrandi viðnám gegn einsýnni valdbeitingu, sýnilegri eða
ósýnilegri, hefur alltaf verið nauðsynlegur þáttur í sérhverri
menningu. Oft er það sprottið úr lægri lögum samfélagsins. Hall-
dór Laxness (1902-1998) sagði um Bólu-Hjálmar:
Það er oft harður róður valdsmönnum að koma fram vondum málum
samsveitis við fátæka menn sem hafa orðið á valdi sínu, það vald sem á
Islandi hefur laungum gilt ofar lögum. (Islendingaspjall: 11-12)
Laxness kallaði þetta mótstöðuafl orðsins „íslensku akademí-
una“. Það var menning og lífsspeki þess sveitafólks sem las, hugs-
aði sjálfstætt og kom fyrir sig orði á ögrandi hátt. Hér verður litið
á fáein verk Laxness og Vestur-íslendinganna Stephans G. Steph-