Skírnir - 01.09.1999, Page 12
258
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
Sloterdijk segir ósvífni og framhleypni einkenna hinn forn-
gríska kýnisma. Díógenes hafnar hinu skilyrðislausa, þeim
fölsku, endanlegu svörum sem einatt eru notuð til að réttlæta
hverskyns valdbeitingu. Kýnismi er sú tegund röksemda sem
heiðvirð hugsun er ófær um að fást við. Díógenes boraði upp í
nefið í sér á meðan Sókrates var að ræða um hina guðlegu sál og
hann leysti vind framan í platónskan ídealisma. Og hann svaraði
háleitum hugmyndum Platóns um Eros með því að fróa sér á al-
mannafæri (1983: 205). Þegar hann var spurður hvers vegna hann
væri kallaður hundur svaraði hann: „Eg flaðra upp um þá sem
gefa mér eitthvað, ég gjamma að þeim sem neita og ég glefsa í
þrjóta“ (Diogenes Laertius 1931: 63).
Díógenesi var ekkert heilagt, hann boðaði engan altækan
sannleika. Hann dró háleitar hugmyndir Sókratesar og Platóns
niður á jörðina og sneri þeim á haus. Þegar Platón hafði skilgreint
manninn sem tvífætt og fjaðralaust dýr, reytti Díógenes hana,
kastaði honum inn í fyrirlestrarsalinn og sagði „hér er maður
Platóns". Þá var bætt við skilgreininguna: „með breiðar neglur“
(Sloterdijk 1983: 207, Diogenes Laertius 1931: 43). Sloterdijk
orðar það svo að Díógenes hafi snúist öndverður gegn öllum til-
raunum til að fella heiminn í orð og hugtök, hann hafi fundið
lyktina af svindlinu í ídealískri hugtakagervingu og hugsun sem
var bundin við höfuðið. Hann hafi verið andófsmaður sem skaut
örvum sannleikans þangað sem lygarnar móktu í þægilegu skjóli
á bak við kennivaldið. „Kenning hins lágt setta“ hafi hér í fyrsta
sinn gert bandalag við fátækt og satíru (Sloterdijk 1983: 205).
Sloterdijk er sprottinn úr hugmyndafræðigagnrýni sjöunda og
áttunda áratugarins, en beinir samt spjótum sínum að þeirri
hreyfingu. Hann gagnrýnir „upplýsta falska vitund" (1983: 37)
sem er hjaðnandi uppreisnarkraftur hinnar pólitísku vakningar
þeirra ára. Sú vitund er kannski ekki annað en sjálfumgleði hins
upplýsta nútíma og oftrú á boðaðan sannleika, sjálfsblekking sem
sprettur af því þegar menn sjá ekki misræmi hugmynda og veru-
leika, heldur ímyndaða fyllingu í tilveru sinni í líki hugmynda-
fræði. Þá hættir mönnum við að fylla tómið af steypu eins og
pólitískir klisjusmiðir, eða loka augunum og þvo í sífellu hendur