Skírnir - 01.09.1999, Page 17
SKÍRNIR ÍSLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR í ANDÓFI
263
- Meðan nokkrir, satt að segja,
svipað Jóni lifa og deyja,
lengi í þessum heimska heimi
hætt er við menn illa dreymi. (Andvökur 1:433-34)
Þannig fylgjast að hjá Stephani rækt við börnin, umhirða um
atgervið og vitneskjan um hina brýnu þörf fyrir ögrun. Svipaða
hugmynd um rækt við atgervi má sjá hjá Þorsteini Gylfasyni í rit-
gerðinni „Hvað er réttlæti?“ þar sem hann reifar sannmælishug-
mynd sína:
Og barn nýtur þá og því aðeins sannmælis að sannleikurinn um það -
allur sannleikurinn ef nokkur von væri um hann - fái að koma fram: að
það fái að spreyta sig og njóta sín svo að það megi leiða í ljós hvers það
var megnugt. Sannleikurinn er það sem í því býr. (1984: 216)
Lífsönnin, umhirðan og vinnan eru líkingar fyrir þá rækt sem
leggja þarf við mannlega eiginleika svo sannleikurinn um þá megi
koma í ljós. Svik við þá sannleiksleit kalla á ögrun og ertni.
Stephan var oft ertinn og framhleypinn. Hann sagði á efri ár-
um í bréfi þar sem hann skopast að þeim sem vildu reisa föllnum
hermönnum minnisvarða: „Aldrei ætlar strákurinn úr manni!
Kannske hann sé, loksins, eini dugandi verndarengillinn af þeim,
sem manni voru úthlutaðir í öndverðu“ (Bréf og ritgerðir II: 195).
I svari til manns sem gagnrýndi hann fyrir að tala um vor sem
kvenveru þrátt fyrir að orðið „vor“ sé hvorugkynsorð sagði
Stephan: „Sumir fræðimenn beita dómgreind sinni helzt til þess
að skoða undir rófuna á einstökum orðum. Það er eflaust vís-
dómur út af fyrir sig, en sjaldan eru þeir menn andlega glöggvir"
(Bréf og ritgerðir IV: 270). Þannig felldi hann hugmyndir í
óvæntar myndhverfingar, og í sama anda gagnrýndi hann þá sem
voru þrælar stafréttra kenninga: „Furða er, hve góðir drengir og
greindir eiga margt svipað saman, takist þeim að leysa hugsanir
sínar úr álögum steingerðra orðtaka, sem kallast að vera kenning-
ar“ (fíréf og ritgerðir III: 339).
Lífsspeki Stephans sprettur af önn hans fyrir lífi, vexti, hæfi-
leikum og möguleikum. Hún er aukin þeirri samkennd sem