Skírnir - 01.09.1999, Page 18
264
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
finnst meðal manna, og er óvíða betur tjáð en í líkingu af hestum
þegar hann furðar sig á umhyggju þeirri sem honum var sýnd
þegar heilsan tók að bila:
Einhver hefir því að mér logið, eða með sönnu sagt, að taugaviðkvæmni
hesta og manna væri sárasvipuð. Miklu munar þó. Þegar húðarbikkja
heltist í hestahóp, hefir ekki orðið þess vart, að hinir gerðu sér annt um
heilsufar hennar, narta í hana ef til vill, nærgætni þeirra getur ekki betur.
Þrátt fyrir alla illsku, bera menn þó önn fyrir öðrum. Það eru yfirburð-
irnir, neistinn, sem glæðist og vermir loks allt mannlíf! (Bréf og ritgerðir
III: 255)
Stephan var umburðarlyndur gagnvart brestum manna en
hataðist frekar við þær hugmyndir sem þeir láta berast með
(Jóhannes P. Pálsson 1927: 39). Hann hélt fram hugmynd um
heilindi, sem birtist skýrast í lok kvæðis um Hergilseyjarbóndann:
í voðanum skyldunni víkja ei úr
og vera í lífinu sjálfum þér trúr. (Andvökur 1:408)
Að vera trúr sjálfum sér er æðra skilyrðislausum kenningunum
og hegðunarreglum.
IV
Smásaga Stephans, „Fráfall Guðmundar gamla stúdents“, frá ár-
inu 1900 fjallar um andófsmann sem reis upp gegn hugmyndum
samtíma síns. Séra Hákon, gamall vinur og samstúdent Guð-
mundar, segir söguna. Hún hefst þar sem hann er á leið til Guð-
mundar, sem liggur fyrir dauðanum og hefur beðið Hákon að
koma. Á leiðinni rifjar Hákon upp ævi Guðmundar. Almanna-
rómur hafði horn í síðu hans, en enginn gat sagt hvað hann hefði
gert rangt. Á námsárunum var Guðmundur leiftrandi vel gefinn
efasemdamaður og komst í sívaxandi andstöðu við samstúdenta
sína og hugmyndir þeirra. „Vit, sem efar ið viðtekna, er alla tíð
einrænt og sjálfbirgingslegt í augum sprenglærðrar einfeldni“,
segir í sögunni (Bréf og ritgerðir IV: 57). Guðmundur varð prest-
ur þótt hann væri uppreisnargjarn og efaðist um trúarlegar kenni-