Skírnir - 01.09.1999, Page 19
SKÍRNIR fSLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR í ANDÓFI
265
setningar. Hann sóttist hvorki eftir heiðri né mannvirðingura.
Hann hefði getað orðið prófastur en hafði ekki áhuga: „Sá, sem
sjálfur er frjáls, hefir óbeit á mannaforráðum. Við vorum ekki
gerðir til að stjórna", segir hann við Hákon (Bréf og ritgerðir IV:
61). Guðmundur hætti að lokum prestskap og gerðist bóndi:
Séra Guðmundur hvorki féll né sté í tigninni hjá heldra fólkinu eftir
embazttislausnina. Það leið hann, eins og gemling af lakara sauðahúsi,
sem uppeldi og venja hefði ófyrirsynju sett á garðann með því og yrði
svo að þolast þar. Hjá sjóslöbburum og heimilisleysingjum var hann
helzt í metum. Nokkrum ólánsmönnum var vel við hann, eins innilega
og séra Hákoni var. Hann hefði nærri getað safnað um sig flækingum og
vandræðamönnum og komið þeim til manns, hefði - já, hefði hann getað
margfaldað fiskinn sinn og brauðið sitt með kraftaverki. (Bréf og ritgerð-
ir IV: 61-62)
Hann var nafni Guðmundar biskups góða, sem safnaði um sig
flækingum og ólánsfólki. Kristur safnaði einnig um sig slíku fólki
og fiskurinn og brauðið undirstrika þá vísun. Þannig er dregið
fram jarðbundið andófsinntak kristninnar.
Séra Hákon var að vonast til þess að viðhorf Guðmundar
hefðu breyst, nú þegar hann lá fyrir dauðanum. Þeir hófu rök-
ræður um trúmál þar sem Guðmundur hélt enn fram sínum
gömlu hugmyndum og vildi ekki einu sinni fyrirgefa óvinum sín-
um vegna þess að hann vildi ekki svíkja sannleikann. Guðmundur
var „sjálfum sér trúr“. Hann hæddist jafnvel að víti og hreinsun-
areldinum og sagðist hvorki mundu eiga heima í himnaríki né
helvíti:
Og hvað svo sem ætti ég þangað að gera, þar sem allir eru sælir, einskis
málstað að taka, né neinum að rétta hjálparhönd, og við engan fordóm
að fást? Hann Guðmundur gamli stúdent yrði fljótt leiður á því móki.
Hann kvæði spaugvísu um það, rétt upp úr miðju Te Deum. (Bréf og rit-
gerðir IV: 64)
Helsta ástæða þess að hann bað Hákon að koma var sú að
hann vildi biðja hann að sjá um útförina, frekar en séra Svein-
björn sem var frjálslyndur, því frjálslyndið var andstætt hrein-
lyndi Guðmundar: