Skírnir - 01.09.1999, Side 20
266
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
Nútízku frjálslyndið hans séra Sveinbjarnar fellur mér ekki. Þetta
óákveðna, sem vill koma sér í mjúkinn hjá öllum gömlum bábiljum og
viðra sig upp við allar nýrri mótbárur, og hræra það saman. Það er stefn-
an hans gamla Abrahams, sem vill fórnfæra Isak, þó skynsemi og tilfinn-
ing segi látlaust, að það sé glæpur, einungis af því einhver, sem hún óttast
eða ber lotningu fyrir, skipar henni að gera það. Þessi hræringur af hjátrú
og skynsemi er ef til vill eðlilegt augnabliksjafnvægi ins gamla, sem misst
hefir máttinn, og ins nýja, sem er óþroskað. En ég hefi óbeit á honum,
hann er átumein í hreinlyndi þjóðarinnar. Ég sagði honum upp vistinni í
lifanda lífi og hann á nú enga heimting á að tala yfir moldum mínum.
(Bréf og ritgerðir IV: 66)
Þá fékk hann Hákoni tvö hundruð dali og bað hann að fá fá-
eina fátæka bændur sem voru vinir hans til að taka honum gröf
og hola honum ofaní. Hann vissi að þeir væru of stoltir til að taka
við fénu að gjöf svo hann vildi gefa þeim færi á að vinna fyrir
þeim. Þeir síðustu sem hann nefndi voru Einar söngur og Bergur
í Selhaga:
Þá er Einar gamli söngur. Forsjóninni láðist að gefa honum ráðdeild og
atorku, en bjó hann út með ljómandi fallega rödd og setti hann svo niður
á það land, þar sem ekki fæst svo mikið sem einn munnbiti fyrir fallega
rödd, nema ef slett er í mann máltíð við lágborðið í ögn fleiri veizlum.
Og loksins er gamli Bergur í Selhaga. Hann á ekki tii dal í eigu sinni og
ráðgerði að selja einu kúna sína, til að koma Gesti litla suður til einhvers
ættingja hans, sem býðst til að kenna honum skólalærdóm. Þeim hnokka
verður fræðifíknin hefndargjöf, eins og Níelsi og Daða, ef ekki er að því
gert. Skólinn eyðileggur líklega mannsefnið í honum, en maginn verður
eftir óskemmdur og honum gefur hann brauð. (Bréf og ritgerðir IV: 66-
67)
Níels skáldi og Daði fróði voru sérstæðir alþýðufræðimenn í
Skagafirði á 19. öld. Fræðaástríða þeirra var sama kyns og for-
vitni Jóns hraks. Þar var sá sannleikur sem í þeim bjó en fékk
naumast að njóta sannmælis, því þeir urðu nokkuð utanveltu.
Guðmundur vildi að það sem í drengnum bjó fengi að koma í
ljós, það var það réttlæti sem honum var annt um. Guðmundur
sameinaði gagnrýnið andóf og hreinlyndi annars vegar og hins
vegar hirðusemi um lífsvöxt og atgervi. Hann var maður sann-
mælis sem sífellt erti hégiljur spekingsgervisins.