Skírnir - 01.09.1999, Page 21
SKÍRNIR ÍSLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR í ANDÓFI
267
Þetta er umsnúningur í andstöðu við hefðbundið gildismat
samfélags og valdakerfis, líkt og hjá Díógenesi og jafnvel Kristi.
Hjá Kristi er hann um leið hornsteinn í hinni skilyrðislausu trú-
arkröfu um sjálfsafneitun og undirgefni gagnvart guði. Sú sjálfsaf-
neitun veitir sanntrúuðum mönnum stöku sinnum mikinn innri
styrk. Sá innri styrkur helgast af því að hinn sanntrúaði afklæðist
ekki skynsemi sinni samhliða sjálfsafneituninni og því býr hann
yfir umburðarlyndi gagnvart mannlegum breyskleika. Aðrir
„frelsaðir" afsala sér einatt skynsemi sinni og syndir náungans og
margvíslegt „óeðli“ verður haldreipi þeirra. Heimskan þarf fyrst
og fremst að eiga vel skilgreinda óvini, en innri styrkur byggist á
jafnvægi tilfinninga og skynsemi og þarf ekki að vera trúarlegur,
hann getur allt eins komið fram í vantrú og ögrun, eins og hjá
Díógenesi og Stephani G. Sá styrkur gerir Díógenesi kleift að
ögra takmarkalítið:
Hann bað geðvondan mann um ölmusu og maðurinn sagði: „Já, ef þú
getur sannfært mig.“ „Hefði ég getað sannfært þig“, sagði Díógenes,
„hefði ég sannfært þig um að þú skyldir hengja þig.“ (Diogenes Laertius
1931:61)
V
Halldór Laxness hafði dálæti á Stephani G., sem hann sagði að
væri „sú akademía holdi klædd sem ávalt hefur á Islandi verið“
(Islendingaspjall: 82). Islenska akademían, sveitafólk sem las og
gat hugsað sjálfstætt, varð æ meira áberandi í verkum Laxness
eftir því sem leið á höfundarferilinn. Frá og með Atómstöðinni
(1948), fór að bera á nýjum manngerðum, þótt ýmsar vísbending-
ar hafi birst í eldri verkum hans, eins og sjá má í nýlegri grein Ár-
manns Jakobssonar í Skírni um Hallberu gömlu í Urðarseli í
Sjálfstæðu fólki. Það voru gamlir karlar og konur, lífsspekingar
sem lifðu einföldu lífi og höfnuðu veraldlegum gæðum og hug-
myndum.
Atómstöðin er pólitísk skopádeila, fyrstu persónu frásögn
sveitastúlkunnar Uglu sem er einföld og skarpskyggn í senn. Sag-
an er andóf gegn siðlausum kapítalisma hinna nýríku í hratt vax-
andi borgarsamfélagi Reykjavíkur (Sonderholm 1981: 229-43).
Að því leyti gefur hún tóninn fyrir þær sögur sem á eftir komu.