Skírnir - 01.09.1999, Síða 27
SKÍRNIR ÍSLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR í ANDÓFI
273
merkilegum formála. Síðan skiptast á fróðleiksatriði og lýsingar á
skynjun Kjartans og jafnvel svaðilförum. Lítum á nokkrar glefs-
ur:
Mánudaginn sautjánda ágúst 1970, klukkan níu fyrir hádegi, lagði ég af
stað í fjallaferð, eftir að hafa kvatt Finnbjörgu Stefánsdóttur konu mína
og hundinn Lappa. Við búum öll í gömlum torfbæ. Ég var með nesti í
poka á bakinu, en skórnir voru gamlir gúmmískór, dugðu þó vel. Einnig
voru með í för sjónauki, myndavél og stafur í hendi, krókprik með
litlum broddi. Ferð þessi var gerð í þeim tilgangi að kanna ofurlítið há-
lendið, sem er á milli Skagafjarðardala og suðursveitar Eyjafjarðar, hið
svokallaða Nýjabæjarfjall; [...]
Þegar ég hafði staðið þarna um stund, kíkt og tekið myndir, hélt ég leið-
ar minnar, stefndi í suðvestur, í áttina að botni Oxnadals, en þangað var
ferðinni heitið. Brátt kom þar, að eigi sá ég fannir um sinn, en við tóku
urðir og eggjagrjót á stóru svæði, og síðar eru þau allaðeina á þessum
mikla fjallgarði. Það sést ekki stingandi strá, ekki heldur fugl né fer-
fætlingur. Þar ríkir eilíf þögn, líkt og í gröfum framliðinna. Þarna fyrir
sunnan og vestan vötnin er eitt hið hrikalegasta landslag, sem ég hefi
augum litið um mína ævidaga, og ég held, að óvíða á íslandi sé annað
eins að sjá. Hér og þar standa geysistórir steinar, sumir flatir að ofan,
þeir voru eins og dálítil hús, aðeins toppmyndaðir. Á stöku stað teygðu
sig mjóir steindrangar upp úr auðninni. Til að sjá voru sumir þeirra eins
og risavaxnir menn á verði. Sums staðar varð ég að klifra niður í gjótur,
sem voru svo djúpar að þær náðu mér í mitti og upp undir hendur.
Ég kom að hellu einni heljarmikilli. Mér virtist hún liggja lárétt á jörð-
inni, eða því sem næst; hún var eins stór og meðal stofugólf. Á henni
miðri lágu nokkrir smásteinar, engu líkara en þeir hefðu þar lagðir verið
daginn áður, munu þó sennilega vera búnir að hvíla á hellunni síðan í lok
ísaldar. Einnig var þar ofurlítið af möl og sandi. Hellan var rennislétt að
ofan. Mér kom til hugar, á meðan ég stóð þarna og virti fyrir mér þetta
furðuverk skaparans, að á því hefði vel mátt halda ball, en sópa grjótinu
af gólfinu áður, og svo gátu áreiðanlega fjórtán pör farið af stað og dans-
að polka, ræl og vals af hjartans lyst í blessuðu sólskininu.
Ég fékk mér sæti (og auðvitað var það steinn) og borðaði það sem eftir
var af nestinu. Síðan reisti ég stafinn minn sunnar á vörðuna og tók
mynd af þeim. Aðra ljósmynd tók ég svo af öræfunum austan og sunnan
við botn Öxnadals. Ég tók fimm myndir alls í ferðinni. (Reginfjöll að
haustnóttum: 86-91)