Skírnir - 01.09.1999, Page 30
276
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
láta bréfa að hann vilji láta slátra rollunum til gottgjörelsis Bjámu.
Þá kveðjast þeir. Þremenningarnir ríða út tröðina og ræða sín á
milli um hörku Knúts og þráa þegar gamla konan kallar á eftir
þeim og segir að Knútur biðji prestinn að „heyra sig um hálft
orð“. Prestur snýr til baka en hreppstjórinn og oddvitinn fagna
því að „guðsafneitarinn og mannhatarinn“ skuli loks ætla að iðr-
ast. Þeir eru að leita í sálmabókinni að einhverju til að raula fyrir
karlinn þegar klerkur kemur til baka og þeir spyrja hvað hafi
gerst:
Og sosum ekki neitt, sagði presturinn dauflega.
Linaðist hann? spurðu þeir.
Og ekki fór nú mikið fyrir því, sagði presturinn.
Hvað sagði hann? spurðu þeir.
Og það var nú ekki merkilegt, sagði presturinn og gyrti hnakk sinn
fastar um tvö göt áðuren hann fór á bak aftur. Hann var að biðja mig um
að hirða fyrir sig tíkina sína svo hún færi ekki á flækíng þegar hann væri
dauður.
Hreppstjórinn og oddvitinn stúngu sálmabókinni þegjandi niður hjá
sér.
Áin heldur áfram að renna niðurmeð túninu.
Þegar þeir riðu útúr túnhliðinu sat fuglinn enn á garðstaurnum að
hlusta á bergmálið af því sem hann kvakaði í vor. (Sjöstafakverið: 188-
89)
Þannig lýkur sögunni með því að sýna raunverulega um-
hyggju Knúts fyrir því sem lífsanda dregur, í samhljómi við ei-
lífðartón náttúrunnar. Knútur breytir steinum í brauð með því að
hafna kennisetningum en ástundar kærleiksboðskapinn í verki.
Þetta er sami endir og í sögu Stephans G. um Guðmund stúdent.
En kveikjan að þessum endi er hvorki komin frá Stephani né
Kjartani á Skáldstöðum, heldur löngu dauðum sérvitringi úr
Bárðardal, Sigurði Sigurðssyni sem bjó að Brenniási á fyrri hluta
19. aldar:
Sigurður var auðnuleysingi, orðhvatur mjög og hnífilyrtur við ráðamenn
sveitarinnar. Hann hafði auknefnið „brennir“, og ganga um hann sögur
margar. Þegar „Brennir" lá banaleguna, óttaðist guðhrædda fólkið um
sáluhjálp hans, því enginn var hann kirkjumaður. Varð því fögnuður, er
hann óskaði, að prestur væri sóttur. Þegar prestur kom að rúminu, mælti