Skírnir - 01.09.1999, Page 32
278
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
VIII
Kannski birtast náin tengsl heilinda og andófs hvergi skýrar en í
Innansveitarkroniku (1970). Hún er skopleg, hálf-heimildabund-
in lýsing á þrákelknislegu andófi bænda á Hrísbrú í Mosfellssveit
gegn flutningi kirkju þeirra. Kergja Knúts gamla og Hrísbrúinga
kallast á, en er ekki öll þar sem hún er séð. Erfiði var óþekkt
Hrísbrúingum, þeir unnu öll sín verk áreynslulaust svo þeir sáust
varla hreyfast, kunnu hvorki að flýta sér né vera of seinir og um
sláttutíma var dengingarhljóðið í undarlegum samhljómi við næt-
urkyrrðina, vakti góðar undirtektir fugla og er sú músík sem
menn muna tíræðir. Hún minnir á eilífðarhljóminn í „Fugli á
garðstaurnum". Þessir hæglátu menn brugðust ókvæða við þegar
átti að taka niður Mosfellskirkju en kyndugt andóf þeirra var til
einskis. Og þó ekki. Lengst inni í bænum var enn ein af þessum
dularfullu og ójarðnesku konum sem víða bregður fyrir í sögum
Laxness, Finnbjörg (nafnið á Boggu, ráðskonu Kjartans á Skáld-
stöðum), sem hafði hönd í bagga með öllum aðgerðum feðganna
og andi hennar svífur yfir endurreisn kirkjunnar. Yfir rúmi henn-
ar tifaði klukka með eilífðarhljómi.
Eftir að kirkjan var tekin niður er innreið nútímans ofin inn í
söguna í persónu Stefáns Þorlákssonar. Hann er lítill drengur í
Reykjavík þegar hann er kynntur til sögunnar. Hann fór sínar
eigin leiðir í rannsóknum á náttúrulögmálunum en strauk að
heiman og kom að Hrísbrú seint um kvöld. Hann fór aldrei
lengra, þeir leyfðu honum að vera. Þótt drengurinn væri öðruvísi
en bændurnir virtu þeir hann eins og hann var, án þess að reyna
að breyta honum með nokkurskonar valdi. Hann naut sannmælis:
En svo sagði hann sjálfur frá að þó hrísbrúarmenn fnösuðu frammí nefið
yfir skrýtnum fugli sem skriðinn var úr eggi meðal þeirra, þá miklaðist
hann þeim og þeir voru honum unnandi á sama hátt og bróður sem bor-
inn er í öfgulíki, kanski með tvö höfuð, og má ekki setja í hann fótinn af
því maður skilur ekki guð. (Innansveitarkronika: 147)
Orðalagið er ekki ósvipað því sem Stephan notaði til að lýsa því
hvernig heldri sveitungarnir umbáru Guðmund gamla stúdent.
Þetta er ósvikin virðing. Að skilja ekki guð er að skilja smæð