Skírnir - 01.09.1999, Side 34
280
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
aðra muni sem fluttir voru úr Mosfellskirkju í kirkjuna að Lága-
felli. Finnbjörg tróð uppá hana kaleiknum í kostulegu samtali og
með því spunnu þær mikilvægan þráð í sögunni.
Innansveitarkronika er einföld á ytra borði og virðist sundur-
laus í byggingu. Hún rétt tæpir á söguþræði og bregður upp svip-
myndum sem sögumaður í líki forvitins fróðleiksgrúskara tínir
saman. Um leið er sagan í andstöðu við hefðbundið form skáld-
sögunnar og leggur á borðið þá huglægni sem í frásagnaraðferð-
inni liggur. Sögumanni hefur tekist sá galdur að tengja fróðleiks-
atriði sem virðast lítilsverð. Samt er það svo að „heimildirnar"
sem virðast svo brotakenndar fá mál með sérstæðum hætti. Þegar
upp er staðið blasir við margræð heildarmynd sem ekki er hægt
að túlka á einn veg. Þess í stað eru margar raddir, mörg merking-
arsvið í einni hljómkviðu. Innansveitarkronika er meðal annars, á
sama hátt og „Fugl á garðstaurnum“, kýnískur útúrsnúningur á
hugmyndafræði, stjórnkerfi, kennivaldi og auðhyggju. I bak-
grunni heyrist eilífðartónninn í túnslætti Hrísbrúarfeðga, klukku
Finnbjargar og kvaki fugla. Haus Egils Skallagrímssonar breiðir
tíma sögunnar yfir alla Islandssöguna, bein hins heiðna skálds
sem flutt voru í utanverðan kirkjugarðinn á Mosfelli herða kergj-
una í Hrísbrúingum. Og í sögulok er sagan kölluð jarteinabók
sem þýðir að hún er röð kraftaverka sem lyfta merkingunni yfir
hið hversdagslega, gefur þannig til kynna að fleira búi undir. Sag-
an hefur innri byggingu áþekka Biblíunni, hnig og ris, ferli frá
þjáningu til upprisu.3 Fuglinn sem Hrísbrúingar ólu hjá sér í tutt-
ugu ár, erkikapítalistinn Stefán Þorláksson, var eins konar lausn-
ari, því við lát hans reis ný kirkja á Mosfelli, hún var því rifin og
endurreist. Klukkan og kaleikurinn eru trúarleg eilífðartákn. Þeg-
ar kirkjan er rifin er klukkunni sökkt til heljar, í forarpyttinn á
Hrísbrúarhlaði, en hún rís upp aftur gljáfægð til að hringja Finn-
björgu til grafar og er loks sett upp í nýju kirkjunni. Kaleikurinn,
graal sögunnar, er geymdur á rúmbotnum heilagra kerlinga, og
hann birtist í þann mund sem lesandinn fer að undrast um hann
3 Um þessa formgerð Biblíunnar sjá Northrop Frye, The Great Code. London
1983 (1981).