Skírnir - 01.09.1999, Page 35
SKÍRNIR ÍSLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR í ANDÓFI
281
og endar eins og klukkan, í nýju kirkjunni. Þannig er sagan full af
trúarlegum vísunum og myndmáli en fáu slegið föstu um þann
guðdóm sem yfir sögusviðinu svífur. I lokin, þegar kirkjan er
byggð og vígð, vefast þræðirnir saman eins og af hálfkæringi,
hauskúpa Egils, Hrísbrúingar og sauðfé, kvakandi fuglar, gömlu
kerlingarnar, kaleikurinn og klukkan, Islandsklukkan með hljóm
síðan úr fornöld. Og jarteinabókinni lýkur með því að spurning
gömlu konunnar er endurtekin: „Getur nokkur nokkurntíma
verið nokkrum trúr nema sjálfum sér“ (Innansveitarkronika:
181-82).
IX
Vera má að trúmennskan, hinn hógværi innri styrkur og kergja
andófsins séu býsna íslensk fyrirbæri. Þessara drátta sér a.m.k.
víða stað í ritum vesturíslenskra nútímahöfunda. Einn þeirra er
ljóðskáldið og essayistinn Bill Holm frá Minneota í Minnesota.
Islenskur uppruni hans er honum hugleikinn, hann hefur næmt
auga fyrir ósvífni og kergju og ber djúpa virðingu fyrir hinu lága
og smáða.
Bill Holm fæst beinlínis við hina íslensku trúmennsku í sí-
gildri ritgerð, „The Music of Failure: Variations on an Idea“.
(„Auðnuleysishljómkviðan: tilbrigði við hugmynd“ í íslenskri
þýðingu Isaks Harðarsonar í Skírni 1997) sem kom fyrst út í
bókinni The Music of Failure 1985. Bill Holm er tónlistarmaður
og ritgerðin er að hluta til rituð á tónlistarlegum nótum. Tónlist
er líking fyrir heildarhugmyndina, auðnuleysið sem er órjúfan-
legur hluti tilverunnar og auðgar merkingu hennar. Til að full-
komna heildina leikur Holm mismunandi tilbrigði við meginstef-
ið, einkum með hliðsjón af andhverfu auðnuleysisins, hinni inn-
antómu amerísku hugmynd um velgengni. Krafan um velgengni
veldur því að menn geta ekki horfst í augu við auðnuleysið. Því
eru menn ófærir um að virða þá sem ekki auðnaðist að hlaða í
kringum sig sýnilegum táknum um velgengni.
Og við kusum okkur [til forseta] frægan leikara, sem botnaði jafn lítið í
auðnuleysinu og sjálfri sögunni, mann sem brást við með því að loka