Skírnir - 01.09.1999, Page 36
282
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
augunum fyrir æpandi mistökunum allt um kring, eða að reyta af sér
auma brandara. (Bill Holm 1997: 285)
Bill ferðaðist um heiminn í leit að velgengni án árangurs í tutt-
ugu ár. Þá sneri hann aftur til heimabæjar síns, Minneota í
Minnesota. Þar rann upp fyrir honum haldleysi velgengninnar og
ólík verðmæti birtust honum í hinu fullkomna auðnuleysi sem
hann sá í Bardal-fjölskyldunni, sem ættuð var úr Bárðardal. Frið-
geir Jóakimsson tók upp eftirnafnið Bardal þegar hann flutti til
Minneota árið 1880, 43 ára að aldri. Árið 1886 giftist hann Guð-
laugu Jónsdóttur. Hún gekk með barni fimm sinnum, fjögur
þeirra lifðu en eitt þeirra, Páll, dó í frumbernsku. Friðgeir lést af
slysförum árið 1899. Guðlaug missti jörðina árið 1937 og dó árið
1943.4 Þrjú barna þeirra voru á lífi þegar Bill var drengur, Gunn-
ar, sem var hæglátur og þögull, Rose, sem var ekki alveg með
réttu ráði og Pauline, sem var bústýra þeirra og verndari. Ekkert
þeirra giftist eða átti börn. Þau bjuggu við fátækt í húsi sínu
þangað til þau dóu. Eitt sinn fór Pauline með Bill í kirkjugarðinn
við gömlu niðurlögðu kirkjuna til að sýna honum grafir fjöl-
skyldunnar, tvær raðir með eitt autt pláss sem henni var ætlað:
Og innan fárra ára var röðin fullskipuð: sex dauðir í garði dauðrar
kirkju; engir afkomendur, ekkert heimsveldi sem fylgdi þeim til grafar,
einungis þurr vindurinn í nýja heiminum sem gaf þeim, og okkur öllum,
svo mikil fyrirheit. (Bill Holm 1997: 297)
Fjölskyldan var ekkert nema auðnuleysið á amerískan mæli-
kvarða. En hver er þá merking þessa hugtaks? Bill Holm rekur
sögu Islendinga í ljósi þess eiginleika að bera skynbragð á eigið
auðnuleysi, geta kyngt því til að skilja það og sýna þannig
4 Þetta er reyndar ekki öll sagan um lánleysi Friðgeirs Jóakimssonar, því það
hófst fyrr, þó að Bill Holm hafi ekki verið kunnugt um það, enda er ritgerð
hans ekki fræðileg sparðatínsla. Friðgeir hafði gifst í Bárðardal náfrænku
Stephans G., Sigríði Jónsdóttur. Hún var ófrísk er þau fóru saman af stað
vestur, en andaðist í hafi eftir að hafa alið tvíbura sem einnig dóu. Stephan orti
um hana erfikvæði sem birtist í Andvökum. Sjá Finnboga Guðmundsson 1991
og Konráð Erlendsson [án ártals]: 61.