Skírnir - 01.09.1999, Page 37
SKÍRNIR ÍSLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR f ANDÓFI
283
ábyrgð. íslendingarnir báru auðnuleysið innra með sér, það
gæddi þá fágætri reisn sem eftir var tekið í fari Pauline.
Bardalirnir voru afsprengi lánleysishefðarinnar, og hún bjó þá vel undir
árin þeirra hundrað í Ameríku. Eftir að vinir mínir höfðu hitt Pauline í
fyrsta skipti, minntust þeir gjarnan á það hversu höfðinglega hún bar sig.
Hún var ekkert að bugta sig og beygja; hún kom fram við bankastjóra og
gjaldþrota bændur af sömu hreinskiptnu góðvildinni. Og hvers vegna
ekki, ef gengið er út frá sjálfstæðisyfirlýsingunni, stjórnarskránni og orð-
færinu í sögu Bandaríkjanna? (Bill Holm 1997: 309)
Þessi skilningur á auðnuleysi felur í sér reisn sem er af sama toga
og það að vera sjálfum sér trúr, þurfa ekki að gera sér upp vel-
gengni. Það voru þessi heilindi sem Bill Holm fann í lífi og fasi
Bardal-fjölskyldunnar, einkum Pauline. Fyrir honum voru þau
svipuð og bændafólkið í sögum Laxness, þau báru innra með sér
lífsgildi sem hann hefur unnið úr nýja merkingu og stefnt gegn
hégóma nútímans.
Bill lýsir fasi og athöfnum Pauline Bardal af næmi og hlýju.
Þegar hún lék Bach og Hándel illa með stirðum, hnýttum og
vinnulúnum fingrum á lasið kirkjuorgel skynjaði hann mannlega
reisn hennar, hvernig hún sameinaðist tign tónlistarinnar.
Samkvæmt bandaríska mælikvarðanum var Pauline mikill auðnuleysingi.
Hún var fátæk alla ævi, giftist aldrei, bjó í litlum hrörlegum kofa eða ann-
arra manna skonsum, vinnuhjú, án formlegrar menntunar, beygði ensk-
una skrítilega eins og þeir sem hafa hana ekki að móðurmáli, álappaleg og
ófögur, stirður hljóðfæraleikari sem hefði vakið aðhlátur í borgunum.
Hún átti engin verðmæti, ferðaðist lítið og var einstæðingur þegar hún
dó sem síðasti afkomandi fjölskyldu sinnar. Hafi hún átt í ástarævintýr-
um mun enginn fá um þau að vita og þátttakendurnir eru örugglega
dánir. Líklega dó hún hrein mey, sem eru önnur verstu örlög Bandaríkja-
manns, næst á eftir því að deyja blankur. (Bill Holm 1997: 289-90)
Pauline hjúkraði gömlu fólki, annaðist systkini sín og
hjúkraði foreldrum Bills á dánarbeðum þeirra. Hann lýsir hinni
nærgætnu umhyggju sem hún sýndi gamla orgelinu í yfirgefnu
kirkjunni og gröfum fjölskyldu hennar. Þegar hún dó áttu menn
von á að hús þeirra Bardal-systkina væri venjulegt hús ruslasafn-
ara, fullt af drasli. Það var reyndar fullt, en ekki af drasli og ekki