Skírnir - 01.09.1999, Page 38
284
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
af peningum né öðru sem metið verður til fjár. Húsið var fullt af
bókum; trúarritum, vísindaritum, heimspekiritum og skáldskap á
þrem - fjórum tungumálum og tónlist á nótum og plötum:
Litla húsið var eins og geimskip á förum frá jörðinni, fermt því besta sem
við höfum gefið hvert öðru á síðustu 4000 árum í sögu mannlegrar vit-
undar. Og ekkert af því var tíu króna virði í hinum harða heimi frjálsrar
samkeppni! Skiptastjórarnir hefðu allt eins getað lagt eld að húsinu á
þessu kófheita sumarsíðdegi og sparað þannig allt ómakið við flokkun-
ina, valið á minningargjöfum til vinanna og bílskúrssöluna á því sem þá
var eftir. En það sem manni varð ljóst og vakti ósvikna furðu, var að
Bardalirnir höfðu ekki einungis troðfyllt hús sitt af þessu fáránlega dóti,
heldur var húsið í rauninni táknmynd af þeirra innra lífi er þeir prýddu
hinni mestu fegurð og viti sem þeir skilið gátu. Þau lásu bækurnar, léku á
hljóðfærin, báru merkingu hússins með sér hið innra og tóku hana að
lokum með sér ofan í röðina beinu í kirkjugarðinum í Lincolnsýslu.
Og þó ekki alveg ... Hver sá, sem ber með sér heila siðmenningu hið
innra, gefur öllum af henni í samræðum og daglegri breytni. Pauline gaf
mér hljómlistina; Gunnar, fordæmi um hinn lesandi og hugsandj mann -
bókstaflega gaf hann mér fyrstu útgáfuna af verkum Arthurs Waley, auk
Epíktetusar og Heimskringlu; og Rose, með sínum undarlega hætti, hina
ólmu þrá eftir Guði. Ekkert þeirra hafði próf úr gagnfræðaskóla, hvað þá
meira. Þau gáfu það sem launuðum kennurum mistekst svo tíðum að
gefa. (Bill Holm 1997: 298)
Þannig var líf þessa hógværa fólks, sem lifði án þess að stórmenni
heimsins tækju eftir því. En hér er einnig verið að lýsa árekstri
kerfisins og lifandi menningar, skiptastjórar eru blindir á verð-
mætin. Bardal-systkinin voru altekin af þeirri menntaþrá sem svo
víða mátti sjá hjá íslensku almúgafólki fyrr á öldum. Fyrir vikið
söfnuðu þau andlegum verðmætum sem þau veittu drengnum
Bill Holm hlutdeild í, veittu honum af öllu því besta sem þau
geymdu innra með sér. Þegar hann komst til ára ummyndaði
hann minningu þeirra í þann fagra minnisvarða hinna lágt settu
sem ritgerð hans er. Hann leiðir hina lánlausu fram á sjónarsviðið
og gæðir líf þeirra nýrri merkingu, í sterkri andstöðu við ríkjandi
hugmyndir samtímans.