Skírnir - 01.09.1999, Page 39
SKÍRNIR ÍSLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR f ANDÓFI
285
X
Hvaða niðurstöður getum við dregið af þeim ólíku verkum sem
hér hefur verið staldrað við? Þá vandast málið, kannski væri best
að fara að dæmi Finnbjargar á Hrísbrú sem „benti ekki alténd
beint þegar hún kendi“ (Innansveitarkronika: 143). Hún hefur
örugglega vitað hvað gerðist við tungnaskiptin í Babel, svo notað
sé orðalag Alexanderssögu um þann atburð. Greining tungnanna
hafði í för með sér auðlegð merkingar, fjölkynngi málsins. Þær
margvíslegu raddir sem við heyrum í þessum verkum, úr fortíð
okkar og samtíð, greinast víða, ekki síður en tungumálin. Úr
þeim hafa góðir höfundar laðað fram merkingarmöguleika. Engin
endanleg túlkun er til, það er ekki hægt að þjappa merkingu
skáldverka í einfaldar eða flóknar túlkanir. Það þarf að túlka þau
aftur og aftur og finna það sem mestu máli skiptir á hverjum
tíma. Hið fyrsta orð er ekki til og ekki heldur hið síðasta, segir
Mikhail Bakhtin. Merkingin breytist við samræður aldanna, í öll-
um samræðum liggur gleymd og dulin merking sem fyrr eða síð-
ar kemur upp á yfirborðið í nýjum búningi og í nýju samhengi.
„Ekkert er algerlega dautt, sérhver merking heldur sína heim-
komuhátíð" (Bakhtin 1986: 170).
Verk þessara þriggja höfunda eru hvert á sinn hátt sprottin úr
íslensku akademíunni. Islenska akademían var fyrst og fremst ei-
líf glíma sveitafólksins við heim sinn og tilveru, tilraunir til að
skilja og melta. Þær tilraunir áttu sér kjölfestu í blómlegri bók-
menningu en annnars staðar þekktist. Sú lífsafstaða sem birtist í
verkunum, og lýst hefur verið sem andófskenndum heilindum, er
sprottin jafnt úr fjölskrúðugum sagnaarfi sem sjálfstæðri tileink-
un margvíslegra menningaráhrifa. Við áreiti brestur oft á andóf
sem er undarleg blanda ósvífinnar þrasgirni, sauðþráa og trúnaðar
við sjálft sig. Slíkt andófsfólk býr yfir þeim innri styrk sem órétt-
læti hrín ekki á og allt vald stendur ráðþrota gegn.
Hugsunarháttur sveitafólks fyrri tíma dugar þó skammt einn
og sér, ekki einu sinni heillandi einfaldleiki og sérstæð lífssýn sem
birtist í skrifum og atferli einstakra lánleysingja eða sérvitringa
eins og Bardal-fjölskyldunnar, Kjartans á Skáldstöðum eða þeirra
karla og kerlinga sem fyrrum hokruðu á Hrísbrú veruleikans.