Skírnir - 01.09.1999, Page 40
286
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
Hafa þarf hugfast að þessi dæmi af fólki lýsa ekki almennu menn-
ingarástandi, heldur einungis heillandi dráttum í stærri og flókn-
ari mynd. Fyrst þegar þetta fólk hefur farið í gegnum deiglu
höfundanna er hægt að fjalla um þá merkingu sem á brýnt erindi
við síðari tíma. Þannig þarf menning og hugarfar fyrri tíma einnig
að koma til okkar, hvort sem um er að ræða skáldlega eða fræði-
lega úrvinnslu. Sérhver samtími þarf að ástunda samræður við
fortíð sína, vinna úr henni merkingu sem getur hjálpað fólki til að
botna í eigin samtíð og ögra henni. „Islenska akademían“ leggur
þannig til efnivið fyrir úrvinnslu og ummyndun, sem felst eink-
um í tveim andófskenndum hliðum hins sama, jarðbundnum við-
horfum og heilindum. Stephan G. er sprottinn beint úr þessum
jarðvegi og léði honum mál. Laxness og Bill Holm draga upp
myndir af sveitafólkinu og magna ákveðna drætti. Myndirnar
verða hluti af víðara samhengi, merkingarheimi sem ekki er full-
gerður fyrr en í samræðum við samtímann.
I lok Islendingaspjalls segir Halldór Laxness:
Það væri ánægjulegt ef krafan um mannsæmandi vandvirkni væri hjá öll-
um verkamönnum, svo og í verkalýðsblöðum, samferða kröfunni um
mannsæmandi kaup. Allir verkamenn ættu að heimta að mega vinna verk
sín af mannsæmandi vandvirkni eða leggja niður vinnu ella. Það er ekki
nema sjálfsagt að heimta mannsæmandi kaup, en meðan enn er til verka-
maður og sjálfvirkar vélar ekki orðnar alráðar, þá er krafan um full-
komnun verksins siðferðisgrundvöllur verkamannsins; því hvar á hann
annars að finna fullkomnun í lífi sínu? (128-29)
Þetta er róttækasta krafa sem hugsast getur í verkalýðsbaráttu.
Stofnanir samfélagsins, settar á fót í göfugum tilgangi og ætlað að
byggjast á bestu þekkingu, verða einatt ósveigjanlegar og kúga þá
sjálfsprottnu viðleitni manna sem þyrfti að fá að blómstra sem
mest. Því mætti spyrja, hvar hugsun kerfisins verði viðskila við
heilbrigða skynsemi og víðsýni, verði skilningslaus og fari að
styðja sig við kreddur frekar en gagnrýni og hugmyndaflug?
Hvar taka skipulegar samfélagsumbætur að snúast gegn sjálfum
sér og hvar fara stofnanirnar að þjóna sjálfum sér og kúga þá sem
þeim ber að þjóna? Kannski gerist það einmitt þar sem fjöl-
kynnginni hefur verið útrýmt úr merkingunni, þegar brauðið er