Skírnir - 01.09.1999, Page 41
SKÍRNIR ÍSLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR í ANDÓFI
287
orðið að steini, kenningin að forskrift og undur tilverunnar og
fjölbreytni eru hætt að kveikja með mönnum trúarlega lotningu.
Efi um tungumálið og endanlega þekkingu hefur kraumað alla
þessa öld og fætt af sér efasemdir um allsherjarlausnir á vanda-
málum samfélagsins. Menn hafa þó látið sitja við efann, kerfis-
hyggja hefur aldrei verið sterkari en undanfarin ár. Eins og
náttúran er manneskjan hlutgerð. Hún er ekki lengur sjálfsvera
heldur viðfang samfélagsstofnana, vísinda og markaðsafla. Sú
hlutgerving felur í sér blygðunarlausa smættun og miskunnar-
lausa mótun en takmarkaðan skilning. Því er full ástæða til að
andæfa skilgreiningarvaldi kerfis og kenninga, og brýnt að örva
viðleitni manna til að skilja heiminn og leita fullkomnunar í verk-
um sínum. Og enn brýnna er að láta hunda, börn, auðnuleys-
ingja, sérvitringa og karga andófsmenn njóta sannmælis og hlera
eftir orðum þeirra og hugsunum. Það er sannmæli sem gæðir verk
hinna þriggja höfunda slíku næmi og virðingu fyrir þeirri merk-
ingarauðgi og mannkostum sem sagan og samtíðin bjóða uppá,
að jaðrar við trúarlega dýpt. Fulltrúar jaðarsins drepa á dreif hlut-
gervingunni sem felst í sjónarhorni hins almenna. Drottnun hlut-
gervingarinnar hefir ríkt lengi, þörf er á því að mismunur og fjöl-
breytni fái að blómstra í friði, því friður er „ástand mismunar án
drottnunar, þar sem hið ólíka á hlutdeild hvað í öðru“.51 því felst
endurlausn, sem leysir manneskjuna sem viðfang úr viðjum hlut-
gervingar, vekur umburðarlyndi og þann víðsýna skilning sem
sprettur af því að geta í senn lotið að moldinni og lyft huganum
til himins.
Fyrstu drög þessarar ritgerðar voru sarain á ensku sem Richard Beck-fyrirlestur
við Viktoríuháskóla í Bresku-Kólumbíu í Kanada 4. maí 1994 undir heitinu „The
Philosophy of Integrity: „The Icelandic Academy", Stephan G. Stephansson,
Halldór Laxness and Bill Holm’s ‘Music of Failure’," Endurbætt íslensk gerð, „ís-
lenska akademían. Um andófsmenn í torfkofum", var flutt sem Laxness fyrirlestur
Vöku Helgafells í Norræna húsinu 9. október 1997. Síðan hefur efnið verið aukið
nokkuð og breytt. Ég þakka ritstjórum Skírnis vandaðan yfirlestur og gagnlegar
ábendingar.
5 Adorno 1969: 153. „Friede ist der Stand eines Unterschiedenen ohne Herr-
schaft, in dem das Unterschiedene teilhat aneinander.“ Þessar hugleiðingar hafa
einnig sótt nokkra næringu til Simmels 1993 (1957) og hugmynda Bakhtins.