Skírnir - 01.09.1999, Page 48
294
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
ævintýrum sé hann sýndur með tímabili þar sem engir stórat-
burðir eigi sér stað og oft sé getið um að söguhetjurnar þurfi
hvíld og svefn áður en þær vakna upp af lægðarstiginu sem kyn-
verur. Alkunnur er svefn þeirra Mjallhvítar og Þyrnirósar.
Hellisskútar og skógar eru dularfullir staðir þar sem leynst
geta miklir fjársjóðir en jafnframt miklar hættur. Þangað leita
söguhetjurnar til að safna kröftum og draga til sín visku dulvit-
undarinnar. Skessuna og helli hennar má einnig túlka sem
aldagamla kvenlega reynslu sem kóngsdóttirin unga leitar í þegar
dulvitund hennar varar hana við og bendir henni á að hún sé að
stíga ótímabært skref. Þessi túlkun á nokkurn samhljóm í þeirri
hugmynd freudista að hellir í ævintýri sé kyntákn, tákn hinnar
frjóu móður. Með því að fara í helli skessu og ofan í pung hennar
nær Kisa í augað og græðir það í Ingibjörgu. Kóngsdóttir fær
sjónina á ný og er reynslunni ríkari. Með því að endurheimta
auga Ingibjargar vinnur Kisa traust systur sinnar. Þetta mætti
túlka á þann veg að Ingibjörg er ekki lengur hrædd við dýrið sem
stendur fyrir frumsjálfið í henni sjálfri. Við það öðlast hún aukið
sjálfstraust.
Eftir að Kisu hefur tekist að vinna tiltrú Ingibjargar halda þær
systur ekki til heimahaga sinna, heldur er ferðinni heitið út í heim
á vit hins ókunna. Með hinni löngu ferð, þar sem ekki er getið um
samferðamenn eða tíðindi, má ímynda sér að verið sé að lýsa því
að unga stúlkan taki út innri þroska sem eigi sér stað í marg-
breytilegu landslagi sálarinnar. Guðrúnu segist svo frá:
Þær leggja nú enn af stað, - en ekki heim til sín - heldur áfram lengra,
lengra út í heim, - kisa rjeði ferðinni, og gengu þær lengi, lengi, yfir
grænar grundir, urð og mela, fjöll og dali og ljetta ekki ferðinni fyr en
þær koma í annað kóngsríki.
I umræddu kóngsríki situr við stjórnvölinn konungur, faðir
tveggja gjörvulegra kóngssona, Sigurðar og Sigmundar. Hér vill
Kisa að þær systur haldi kyrru fyrir. Hún gerir boð fyrir kóng-
inn:
Kóngur varð ekki lítið hissa, þegar honum er sagt að það sje kominn
svartur köttur sem vilji finna hann. - Samt fer hann fram í dyrnar, og lít-