Skírnir - 01.09.1999, Page 49
SKÍRNIR STÚLKUBARNIÐ LJÓSA OG SVARTI KÖTTURINN
295
ur út. - Kisa hneygir sig hæversklega, og biður kónginn um veturvist, -
hann segir brosandi, að það sje heimilt. - „Má jeg hafa hesthúskofann við
túngarðinn til umráða útaf fyrir mig?“ segir kisa. - „Velkomið", segir
kóngur. - Kisa þakkar honum með mörgum fögrum orðum, - og hneyg-
ir sig um leið. En kóngur fer brosandi inn í höll sína og tautar með sjálf-
um sér: „Þetta er mjög undarlegt, - það verð jeg að segja.“
Þessi sena er gott dæmi um hinn kímna tón sem einkennir „Sög-
una af Kisu kóngsdóttur“ eins og Astríður skráði hana eftir Guð-
rúnu. Þótt tekið sé fram að kóngur sé undrandi á komu hins
svarta kattar, er engu líkara en verið sé að draga upp mynd af við-
skiptum ungrar, vel uppalinnar stúlku og eldri manns sem verður
góðfúslega við erindi hennar. Ingibjörg gistir ekki nema eina nótt
í hesthúskofanum, því um morguninn vaknar hún í skemmu sinni
og vantaði ekkert í hana nema þernurnar. Kisa hafði skotist eftir
skemmunni þá um nóttina.
Með því að halda út í heim eftir viðureignina við skessuna
tekur kóngsdóttir stórt skref í átt til sjálfstæðis. Sjálfstæðið er
myndgert með því að sýna að Kisa er fær um að ganga fyrir kóng
og útvega þeim systrum veturvist í fjarlægu kóngsríki þar sem
ríkisarfar eru álitleg mannsefni. Til þess að taka þetta stökk til
sjálfstæðis og sjálfræðis þarf kóngsdóttir að sækja á ný mið í
sjálfri sér. Nú leitar hún í karlleik sinn sem á sér fyrirmynd í
kóngi föður hennar. Ekki hentar hesthúskofinn sem íverustaður
fyrir kóngsdótturina þó að nauðsynlegt hafi verið að reyna hann.
Hann er full karlmannlegur. Þá hæfir skemman betur ungri
stúlku. Kisa aflar líka matar með því að semja við kóng um að fá
það af nauti hans sem hún geti borið. Þessu er lýst með eftirfar-
andi orðum:
Daginn eftir er verið að slátra gríðarstórum uxa, hjá kónginum. - Kisa
hefir veður af því, - fer heim að höllinni og gerir boð fyrir kóng. Biður
hún hann að gefa sjer það sem hún geti borið af kjötinu. Kóngur segir
það sjálfsagt, og velkomið. - Fer hún þá út á blóðvöllinn, - menn kóngs-
ins eru að ljúka við að hluta uxann sundur, - hún tekur hann allan, nema
hrygginn, hausinn og lappirnar. Kóngsmenn verða fjúkandi reiðir, og
kæra þetta fyrir kóngi, - en hann segist hafa leyft kettinum að taka það
sem hann geti borið, - „og við það verður að sitja, - kóngur getur ekki
svikið loforð sitt“, segir hann.