Skírnir - 01.09.1999, Side 51
SKÍRNIR STÚLKUBARNIÐ LJÓSA OG SVARTI KÖTTURINN
297
Lætur kóngur þá kalla á Sigmund son sinn, og segir honum alt af ljetta, -
og spyr hann nú hvort hann vilji ekki gera það fyrir bróður sinn, að gift-
ast kisu. - „Giftast ketti! ? - nei, það geri jeg aldrei fyrir bróður minn,“
segir Sigmundur með leiftrandi augum. Kóngur biður Sigmund að líta
inn til Sigurðar, - sem hann gerir, - en honum bregður svo, þegar hann
sjer bróður sinn svona illa haldinn, - að hann fer til föður síns, og segist
heldur vilja giftast kettinum en að Sigurður bróðir sinn deyi. - Er Sig-
urði nú flutt þessi fregn, og ljettir honum svo, að roðinn kemur fram í
andliti hans og andardrátturinn verður eðlilegur, - hann rís upp í rúm-
inu, og biður um grautinn sinn, því nú finnur hann að hann hefur lyst á
mat. Að því búnu fer hann á fætur, snyrtir sig og hraðar sjer út að hest-
húsi. Þar er honum tekið forkunnar vel. - Sigurður og Ingibjörg eru nú
saman öllum stundum, ýmist í kóngshöllinni eða skemmunni og úti á
skemtigöngum og eru bæði drukkin af hamingju, - og öll hirðin gleðst
með þeim.
Þótt Sigmundur hafi samþykkt ráðahaginn er björninn ekki að
fullu unninn. Sú ábyrgð sem fylgir því að taka við kynhlutverki
sínu verður ekki öxluð í einni svipan.
Svo er farið að undirbúa brúðkaupið. Það er skorið feitt og magurt, -
mikið af vínföngum dregið að, og mörgu tignu fólki boðið. Annríki,
glaumur og gleði ríkir í höllinni. Sigmundur kóngssonur einn, er fálátur
og dapur í bragði.
Brúðkaupsdagurinn rennur upp, bjartur og fagur. Kóngsdóttir er
full af glettni og tilhlökkun en um leið ertni og ögrun. Lífskrafti
og tiltækjum Kisu er lýst af mikilli kímni.
Ingibjörg kóngsdóttir ber af öllum, þar sem hún gengur við hlið Sigurð-
ar, fremst í fylkingunni. Sigmundur gengur á eftir þeim einn, fölur og
fár. - Kisa ræður sjer ekki fyrir kæti, hún hendist í loftköstum, - dansar
við skottið á sjer, og lætur öllum illum látum. „Enginn leiðir mig til
kirkju,“ kallar hún, um leið og hún þeysist fram hjá fylkingunni, hendist
inn kirkjugólfið, stekkur upp á altari og fer að sleikja sig.
Kisa stendur þó kyrr við hlið Sigmundar meðan þau eru gefin
saman. En um leið og athöfninni lýkur hefjast sömu lætin og fyrr.
Veislufólkið sest nú að borðum og gerist gleðskapur mikill. - Kisa
hleypur upp á hnje Sigmundi, - en hann ýtir við henni, krækir hún sjer