Skírnir - 01.09.1999, Page 58
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
„Hver á sér fegra föðurland“
Staða náttúrunnar í íslenskri þjóðernisvitund
Þingvellir eru seiðmagnaður staður. Allir sem þangað leggja leið hljóta
að verða fyrir sterkum hughrifum. Erlendir ferðalangar heillast þar af
stórbrotinni náttúru en í hjarta Islendingsins er öll sú náttúra samofin
viðburðaríkri sögu og hugurinn leitar til fólksins sem áður byggði landið
og seiglaðist öld af öld til fundar við óræða framtíð.1
ÞESSI ORÐ Vigdísar Finnbogadóttur í formála bókarkorns sem gef-
ið var út til minningar um þjóðhátíð á Þingvöllum 17. júní 1994
eru um margt táknræn fyrir þá stöðu sem náttúra Islands hefur
fengið í hugum þjóðarinnar nú við lok 20. aldar. I æ ríkari mæli
telst náttúran, í dularfullu samhengi við örlög fólksins í landinu,
standa fyrir það sem gerir okkur að þjóð; hún sameinar Islend-
inga innbyrðis, mótar „þjóðareinkennin“, og skilur þá um leið frá
öðrum þjóðum sem búa við annað umhverfi frá náttúrunnar
hendi.
Þrátt fyrir líflega umræðu um eðli íslenskrar þjóðernisstefnu
og vaxandi áhuga almennings á umhverfis- og náttúruvernd hafa
fræðimenn verið merkilega hljóðir um samhengi náttúrusýnar Is-
lendinga og þjóðerniskenndar í tímans rás.2 Hér er ekki um sérís-
lenskt fyrirbæri að ræða, enda hefur sú gagnrýni komið fram að
fræðimenn á sviði evrópskrar þjóðernishyggju hafi sýnt víxlverk-
un landslags og samkenndar fólks furðu litla athygli.3 Að hluta til
stafar þessi þögn af aðferðafræðilegum vanda, en erfitt er að full-
1 Vigdís Finnbogadóttir, „í ljúfum sumarþeynum", í Ingólfur Margeirsson, Þjób
á Þingvöllum (Reykjavík, 1994), bls. 6.
2 Óprentuð doktorsritgerð Þórkötlu Óskarsdóttur, „Ideas of Nationality in
Icelandic Poetry 1830-1874“ (Edinborg, 1982) er athyglisverð undantekning
frá þessari reglu - sjá einkum kafla 3-5.
3 Sbr. Eric Kaufmann og Oliver Zimmer, „In Search of the Authentic Nation:
Landscape and National Identity in Canada and Switzerland“, Nations and
Nationalism 4 (4, 1998), bls. 483-510.
Skírnir, 173. ár (haust 1999)