Skírnir - 01.09.1999, Page 62
308
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKlRNIR
markaðra skyn en Baldvin [Einarsson] á þarfir þjóðarinnar, eins
og högum hennar var þá háttað.“7 Hér virðist prófessorinn ýja að
því að hin upphafna sýn á landið og gagnrýni á menningarlega fá-
tækt Islendinga á fyrri hluta 19. aldar hafi ekki átt upp á pallborð
landsmanna, og kann það að skýra hvers vegna Jón Sigurðsson
átti jafn auðvelt með að velta Fjölnismönnum úr forystusæti sjálf-
stæðisbaráttunnar og raun bar vitni - þótt skammlífi ritstjóranna
allra nema Konráðs Gíslasonar hafi þar sjálfsagt haft sitt að segja.
Strax með stofnun Alþingis var Jón orðinn ótvíræður stjórn-
málaforingi Islendinga, en hann festi sig endanlega í sessi í þeirri
stöðu á þjóðfundi sumarið 1851. Skrif Jóns Sigurðssonar áttu sér
allt aðrar fyrirmyndir en Jónasar og félaga; hann höfðaði ekki til
rómantískrar ættjarðarástar landsmanna, heldur vildi hann koma
skikki á stjórnina og efnahagslífið, um leið og hann hvatti landa
sína til dáða í baráttunni við bág kjör og vanþróun. Ekki er því að
sjá að Jón hafi verið djúpt snortinn af þýskri rómantík, heldur
hélt hann ótrauður á lofti merki upplýsingarstefnunnar sem hann
blandar áhrifum frá breskri frjálslyndisstefnu í anda Adams
Smiths. Þannig getum við litið á Jónas Hallgrímsson og Jón Sig-
urðsson sem fulltrúa fyrir tvo ólíka strauma í þjóðernissinnaðri
náttúrusýn Islendinga; annars vegar standa þeir sem tigna náttúr-
una í þverstæðukenndri og hrikalegri fegurð hennar og hins vegar
þeir sem fyrst og fremst vilja nýta hana þjóðinni til hagsbóta.
Þessi tvíbenta sýn á íslenska náttúru - jarðbundin nytjahyggja
og rómantísk fegurðarsýn - endurspeglar að nokkru tvo ólíka
strauma í evrópskri hugsun á fyrri hluta 19. aldar. Annars vegar
er framfaratrú sem á ættir að rekja til fransk-breskrar upplýsing-
arstefnu og hins vegar rómantísk hughyggja sem rekja má til
þýskra heimspekinga á borð við Immanúel Kant og lærisvein
hans Johann Gottlieb Fichte.8 Skemmtileg og lýsandi dæmi um
7 Lýðveldishátíðin 1944 (Reykjavík, 1945), bls. 291.
8 Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson gerir skemmtilega grein fyrir uppreisn
þýskra heimspekinga, og þá sérstaklega þeirra Kants og Fichtes, gegn þeirri trú
„að hið líkamliga, það sem maður sæi og þreifaði á, væri það einasta sem menn
gætu reitt sig upp á“. Hjá Fichte „fékk hið andliga algjörðan sigur“, heldur
hann áfram, en „fyrir Kants daga [var maðurinn] raunar orðinn [ekki] annað
en moldarklumpur sem festur var við hina sýniligu veröldu [...]“; Ferðabók