Skírnir - 01.09.1999, Page 64
310
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
á hverjar sólin gljár,
og heiðar himin-blár,
há-jökla rið.
Eldgamla Isafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
ágætust auðnan þér
upplypti biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð!
Börn, Mentir, Dygda-hjú,
Gud bidjum blessa nú!
Bygd, heill og frid!
Bjarni Thorarensen9 Magnús Stephensen10
I ástarljóði Bjarna Thorarensens til Islands, ortu á Hafnarslóð
eins og lesa má úr kvæðinu, leggur skáldið áherslu á að svipsterk
náttúra landsins sé sjálenskri flatneskju langtum fremri. íslend-
ingnum í Danmörku leiðist „fjalllaust frón“ og hann saknar jökl-
anna og kristalltærra ánna sem einkenna ættjörðina.* 11 Jafnvel
harka íslensks veðurfars tekur „gufulofti" Kaupmannahafnar
fram, af því að veðrið herðir íslendinginn í baráttunni við freist-
ingar lífsins og styrkir siðferði hans í syndafullum heimi. Hjálmar
góðbóndi á Bjargi, málpípa Magnúsar dómstjóra, leiðir aftur á
móti ekki hugann að svipmóti landsins í þjóðsöng sínum; hann
9 Hér prentað eftir útgáfu í Bjarni Thorarensen, Kvxhi, Kristján Karlsson gaf út
(Reykjavík, 1954), bls. 10-11. Svipuð viðhorf koma fram í kvæðinu „Sjáland
og Island“, sama rit, bls. 3-5.
10 Magnús Stephensen, Rædur Hjálmars á Bjargi fyrir börnum sínum um fremd,
kosti og annmarka allra stétta og um þeirra almennustu gjöld og tekjur (Viðey,
1820), bls. 147-48.
11 Tæpri hálfri öld áður hafði Eggert Ólafsson ort um „Heim-sótt“ Islendingsins
í Kaupmannahöfn, en þrátt fyrir fyrirætlan stúdentsins um að vistast í Höfn,
stóðst hann ekki galdur Fróns sem dregur hann aftur til sín, til ættjarðarinnar.
Eggert Ólafsson, Kvæði Eggerts Ólafssonar útgefin eptir þeim beztu handrit-
um er feingizt gátu (Kaupmannahöfn, 1832), bls. 116-18. Þetta var greinilega
algengt stef í kveðskap íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn, sjá t.d. Stein-
grím Thorsteinsson, „Minnisvísur um Island“, Ljóðmæli. Heildarútgáfa frum-
saminna Ijóða (Reykjavík, 1958) og Þorstein Erlingsson, „Fossaniður", Þyrnar
4. prentun aukin (Reykjavík, 1943), bls. 208-10.