Skírnir - 01.09.1999, Side 65
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
311
vill efla hag íbúanna með kálrækt, koma lagi á alla stjórn og
styrkja hið borgaralega félag með aukinni verslun og bættri lækn-
isþjónustu. I kvæðunum birtast því tvenns konar viðhorf til
Islands - tignun hrífandi fegurðar íslenskrar náttúru og framfara-
viljinn - en bæði þessi viðhorf hafa sett mark sitt á íslenska þjóð-
erniskennd allt fram til nútímans.
Þegar á heildina er litið virðist náttúran þó tæplega hafa leikið
lykilhlutverk í íslenskri sjálfstæðisbaráttu, sem sést best af því að
hennar var hvergi getið í rökstuðningi fulltrúa íslendinga í samn-
inganefnd vegna nýs sambandssáttmála við Dani sem fundaði í
Reykjavík í júlímánuði árið 1918. í kröfugerð nefndarinnar birtist
opinber stefna sjálfstæðisbaráttunnar í hnotskurn, enda var
nefndarmönnum ætlað að leiða til lykta meira en hálfrar aldar
deilur íslendinga og Dana um stöðu landsins í ríkisheildinni.
Kjarninn í málflutningi þeirra var á þessa leið:
Islenska þjóðin hefir ein allra germanskra þjóða varðveitt hina fornu
tungu, er um öll Norðurlönd gekk fyrir 900-1000 árum, svo lítið breytta,
að hver íslenskur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sjer til hlítar
bókmentafjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og annara Norður-
landaþjóða. Með tungunni hefir sjerstakt þjóðerni, sjerstakir siðir og
sjerstök menning varðveitst. Og með tungunni hefir einnig meðvitundin
um sjerstöðu landsins gagnvart frændþjóðum vorum ávalt lifað með
þjóðinni. Þessi atriði, sjerstök tunga og sjerstök menning, teljum vjer
skapa oss sögulegan og eðlilegan rjett til fullkomins sjálfstæðis.
Hér er menning þjóðarinnar, og þá sérstaklega tungan og bók-
menntirnar, í forgrunni; það er íslenskan sem afmarkar þjóðina,
aðskilur hana frá nágrannaþjóðum og tengir nútímann við fortíð-
ina - og við framtíðina um leið. A grunni þessarar sérstöðu hafa
íslendingar rétt á sjálfstæði, að mati nefndarmanna, og um leið
sögðust þeir sannfærðir um „að fullkomið sjálfstæði [væri] nauð-
synlegt skilyrði til þess, að hún [íslenska þjóðin] fái náð því tak-
marki í verklegum og andlegum efnum, sem hún keppir að“.12
12 „Bilag 1“ undirritað af Jóhannesi Jóhannessyni, Einari Arnórssyni, Bjarna
Jónssyni og Þorsteini Jónssyni, úr Aktstykker vedrerende Forhandlingerne i
Reykjavik 1.-18. juli 1918: mettem det Dansk-Islandske Forhandlingsudvalg
og det af Althinget den 21. juni 1918 nedsatte Udvalg (Kaupmannahöfn,
1918), bls. 23-24.