Skírnir - 01.09.1999, Qupperneq 67
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
313
hana og hlúa að henni í hvívetna.14 Islenskir þjóðernissinnar tóku
þessum hugmyndum vitanlega fagnandi, enda héldu þeir því fram
að íslenskt þjóðlíf á miðöldum hefði staðið með álíka blóma og
hjá Forn-Grikkjum.15 Með þessu vildu þeir sýna fram á að
íslendingar væru hvorki menningarsnauð náttúrubörn né yst á
jaðri heimsmenningarinnar - þvert á móti var uppsprettu evr-
ópskrar siðmenningar ekki síst að leita á íslandi. Tungumálið og
menningin voru því hentugustu vopn íslendinga í baráttunni fyr-
ir sjálfstjórn, á meðan íslensk náttúra var flestum Dönum alger-
lega framandi og gat því aldrei leikið stórt hlutverk í samningum
Islendinga við dönsk stjórnvöld.
Rómantísk nytjahyggja
„Menn segja, að við Islendingar séum fátækir“ skrifaði Jónas
Jónsson frá Hriflu í grein um Dettifoss sem birtist árið 1912 í
Skinfaxa, tímariti Ungmennafélags íslands, sem Jónas ritstýrði
um þær mundir.
En fátækt er margskonar. Stundum vantar auð, stundum vit eða þekk-
ingu, stundum siðgæði eða fegurðarþroska. En [...] sumir menn sjá enga
fegurð kringum sig, en aðrir mikla. Þeir fyrrnefndu eru fátækir, þeir síð-
arnefndu ríkir [...] Og þessi fátækt er almenn á Islandi. Vegna hennar
hryggjast margir að óþörfu yfir kjörum sínum, þrá fjarlæga og ófáanlega
fegurð, en loka augunum fyrir þeirri fegurð, sem umkringir þá. Þetta er
sár fátækt. En hitt er gulli dýrara, að finna uppsprettu gleði og nautna í
línum fjallanna, í litbrigðum lands og lagar, við ströndina, í ólgu brims-
ins, í sveitinni, í hruni fossanna, á sumrin í litskrúða og formfegurð jurt-
anna, á vetrarkvöldum í tindrandi stjörnum og iðandi norðurljósum. Sá,
sem ann þessu, er aldrei einn, þótt fjarlægur sé hann öllum mönnum.
Hann er í stöðugum, lifandi tengslum við náttúruna, verður með dögum
14 Hér má m.a. benda á hugmyndir N. S. F. Grundtvigs um íslenska menningu á
tímum þjóðveldis, í Grundtvig, „Normanner og Islændere", í Holger Begtrup,
ritstj., Nik. Fred. Sev. Grundtvigs udvalgte Skrifter 7 (Kaupmannahöfn, 1908),
bls. 145 og „Fortale til Nordiske Smaaskrifter", í sömu ritröð, 8. bd. (1909),
bls. 177. Sjá einnig Flemming Lundgreen-Nielsen, „Grundtvig og dansk-
heden“, í Ole Feldbæk, ritstj., Danmarks identitetsbistorie. 3. bd. (Kaup-
mannahöfn, 1992), bls. 28.
15 Sigríður Matthíasdóttir, „Réttlæting þjóðernis“, bls. 49-64.