Skírnir - 01.09.1999, Page 68
314
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
og árum auðugri að dýrðlegum, óafmáanlegum myndum þeirrar fegurð-
ar, sem allir eiga aðgang að, en fáir finna.16
Að vissu leyti draga þessi orð Jónasar saman kjarna ættjarðar-
ljóða 19. aldar. I ljóðum þjóðskáldanna birtist upphafin og
draumkennd lýsing á íslenskri náttúru sem virðist hafa haft þann
tilgang helstan að opna augu þjóðarinnar fyrir fegurð umhverfis-
ins sem var svo mörgum hulin. Lofsöngur til sumarsins, gróður-
ins, fegurðar himinsins og niðs fossanna er því eitt algengasta
stefið í ljóðum og skáldverkum frá síðustu öld og fyrri hluta
hinnar 20. og minnir um margt á landkynningarljósmyndir nú-
tímans, þar sem aldrei dregur ský fyrir sólu eða hár bærist á
höfði. I þessum kveðskap er eins og verið sé að sannfæra lands-
menn um að landið sé vel byggilegt, líkt og landkynningarbæk-
lingum er ætlað að sannfæra ferðamenn um að landið sé þess virði
að það sé sótt heim. Agætt dæmi um þessa náttúrusýn birtist í
skáldsögu Jóns Thoroddsens, Pilti og stúlku, en í sögunni lætur
hann skólapilta syngja ættjarðarljóð á leið sinni frá Reykjavík til
Bessastaða eftir dansleik í hinum hálfdanska höfuðstað. Sungu
þeir „siðsamlega og fagurt“ ýmsar vísur, er þeir kunnu, og var
þetta eitt af því, sem þeir fóru með:
Ó, fögur er vor fósturjörð
um fríða sumardaga,
er laufin grænu litka börð
og leikur hjörð í haga,
en dalur lyftir blárri brún
mót blíðum sólar loga
og glitrar flötur, glóir tún
og gyllir sunna voga.
Og vegleg jörð vor áa er
með ísi þakta tinda,
um heiðrík kvöld að höfði sér
nær hnýtir gullna linda
16 Jónas Jónsson, „Dettifoss." Endurprentað í Jónas Jónsson, Komandi ár. 3. bd.
Vordagar (Reykjavík, 1939), bls. 103.