Skírnir - 01.09.1999, Síða 71
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
317
/ ef menn kunna að nota hann“, lýsti Haraldur Guðmundsson,
formaður þingflokks Alþýðuflokks, yfir á tröppum Stjórnarráðs-
hússins á öðrum degi lýðveldisins og lýsir þar með vel hug-
myndaheimi kynslóðanna sem loksins tókst að reka slyðruorð
fátæktar og eymdar af íslenskri þjóð.22
I náttúrusýn Islendinga á tímum sjálfstæðisbaráttunnar bland-
ast því saman kröfurnar um að njóta og nota, og þá oftast þannig
að ekki virtist um nokkra þverstæðu að ræða. Lifandi tengsl við
fegurð íslenskrar náttúru dreifði huganum frá fjarlægri og ófáan-
legri fegurð, sagði Jónas frá Hriflu, en um leið var hún lands-
mönnum hvatning til að færa íslenskt mannlíf á svipaðan stall og
gerðist í nágrannalöndunum. Kvæði eldhugans Einars Benedikts-
sonar um Dettifoss túlkar vel þessa tvöföldu þrá, en það hefst á
lýsingu skáldsins á því hvernig fossinn veitir honum innblástur
og knýr hann áfram til að skapa andans verk:
Syng, Dettifoss. Syng hátt mót himins sól.
Skín, hátign ljóss, á skuggans veldisstól.
Og kný minn huga, gnýr, til ljóða, er lifa,
um leik þess mesta krafts, er fold vor ól.
Lát snerta andann djúpt þinn mikla mátt,
sem megnar klettinn hels af ró að bifa.
Eg veit, ég finn við óms þíns undraslátt
má efla mannleg hjörtu. Slá þú hátt,
fosshjarta. Styrk minn hug og hönd að skrifa.
En um leið og fossinn vekur skáldgyðjuna í sinni Einars getur
framkvæmdamaðurinn ekki á sér setið að virkja hann í huganum,
landi og lýð til hagsbóta:
22 Lýðveldishátídin 1944, bls. 278. Fjölda svipaðra dæma mætti tína til, en senni-
lega er herhvöt Einars Benediktssonar í upphafserindi „íslandsljóða" hvað
skáldlegast orðuð: „Þú fólk með eymd í arf! / Snautt og þyrst við gnóttir lífs-
ins linda, / litla þjóð, sem geldur stórra synda, / reistu í verki / viljans merki, -
/ vilji er allt, sem þarf.“ Kvœðasafn gefið út á aldarafmœli skáldsins (Reykjavík,
1964), bls. 3.