Skírnir - 01.09.1999, Side 72
318
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKlRNIR
Hve raætti bæta lands og lýðs vors kjör
að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, -
að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum,
svo hafinn yrði í veldi fallsins skör.
- Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk,
já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum.
Hér mætti leiða líf úr dauðans örk
og ljósið tendra í húmsins eyðimörk
við hjartaslög þíns afls í segulæðum. - 23
Kvæði Einars ber því glöggt vitni hversu erfitt er að aðgreina
nytjahyggju og rómantík í íslenskri náttúrusýn í tvo skýrt af-
markaða hugmyndastrauma, þrátt fyrir að í eðli sínu virðist þeir
vísa til andstæðra tilfinninga eða kalla fram ólík viðbrögð. Þetta
mætti orða sem svo að íslensk nytjahyggja hafi alltaf verið dálítið
rómantísk og rómantíkin lituð af nytjahyggjunni. I þessu sam-
bandi er ekki úr vegi að vitna aftur til skáldsögu Jóns Thorodd-
sens, Pilts og stúlku, og nú til lokaþáttarins þar sem höfundur
lætur Indriða leiða konu sína Sigríði fram í Fagrahvamm, en þar
hafði Indriði hugsað sér að reisa sér og Sigríði bú.
Veðrið var blítt og hvammurinn ofur hýr, og því var ekki að furða,
að blíða og fegurð náttúrunnar yrði að fá á hvern þann, er guð hafði gef-
ið athugasöm augu og viðkvæmt brjóst til að skoða og dást að hans
handaverkum. Indriði víkur sér þá að konu sinni og segir:
Elskan mín! Eg sé, að þér lízt hér vel á þig. Þenna hvamm hefur guð
ætlað til þess, að einhver skyldi búa í honum og gjöra grundina þá arna
að túni, eða heldurðu ekki það?
Síðan endar Jón bókina á herhvöt til landa sinna:
[...] og víst er um það, að enn þá er þar margur fagur blettur óræktaður,
sem drottinn hefur ætlað mönnum til blessunar og nota. Og ljúkum vér
hér að segja frá þeim Indriða og Sigríði.24
23 Einar Benediktsson, „Dettifoss", Kvœðasafn, bls. 124-26.
24 Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka, bls. 148-49.