Skírnir - 01.09.1999, Page 74
320
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
genginnar alþýðu eiga af þeim sökum á hættu að falla í gleymsk-
unnar dá, eða a.m.k. að sleppa undan heimildaveiðum sagnfræð-
ingsins. Hvernig þeim stóra hluta Islendinga sem ekki bjó við
þann munað að þurfa að sannfæra sig um að þrátt fyrir allt væri
miklu betra að búa á fjalllendu Fróni en í sumarsól Sjálands, eða
þeim sem áttu svo sem ekki meira en til hnífs og skeiðar, gekk að
rækta með sér rómantíska afstöðu til landsins þori ég ekki að full-
yrða. Þó er víst að sú mynd sem alþýðuskáldið Hjálmar Jónsson
frá Bólu dregur upp af móður náttúru á lítið skylt við rómantík
menntuðu skáldanna, eins og sést vel í kvæði sem hann orti af til-
efni þjóðfundar árið 1851. Þar lýsir hann Islandi á þennan hátt:
Móðir vor með fald og feldi
fannhvítum á kroppi sér
hnígin að æfi kalda kveldi
karlæg nær og holdlaus er;
grípi hver sitt gjald í eldi
sem gengur frá að bjarga þér.
Sjáðu, faðir! konu klökkva,
sem kúrir öðrum þjóðum fjær;
dimmir af skuggum dauðans rökkva,
drottinn, til þín hrópum vær:
Líknaðu’ oss, eða láttu sökkva
í leg sitt aptur forna mær!26
Við þessa fremur nöturlegu líkingu má einnig bæta athyglisverðu
mati Halldórs Jónssonar frá Tindi á Ströndum á skáldskap
Matthíasar Jochumssonar. „Skáldið óskar að heiðríkur himinn
faðmi landið okkar í þúsund ár“, skrifar Halldór í útleggingu
26 Hjálraar Jónsson, „Þjóðfundarsöngur", Ljóðmœli Hjálmars Jónssonar frá Bólu
(Akureyri, 1879), bls. 97-98. Hér er þó rétt að taka fram að sú staðreynd að
síðustu tvær ljóðlínur kvæðis Hjálmars eru bein tilvísun í lokaerindi „íslands"
eftir Bjarna Thorarensen er góð vísbending um að varasamt er að líta á
„alþýðumenningu" og menningu „yfirstétta" sem tvö aðskilin fyrirbæri;
Bjarni Thorarensen, Kvxði, bls. 29. Sjá um þetta ritgerð Þórkötlu Óskarsdótt-
ur, „Ideas of Nationality", bls. 129-53.