Skírnir - 01.09.1999, Síða 75
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
321
sinni af ljóðlínunum „Faðmi þig himinn fagurblár, / föðurleifð
vor, í þúsund ár“ úr kvæðinu „Minni Islands“ eftir Matthías.
„Vari [svo] nú alltaf heiðríkt lopt, eins og skáldið biður“, bætir
hann við, „þá er jeg hræddur um að ekki yrði vistlegra á Islandi
en nú er. Aldrei kæmi skúr úr lopti svo engin[n] gróður gæti þrif-
ist [...] Oskin nær ekki nema yfir þúsund ár, en það er víst nægj-
anlegt, landið mundi vera orðið að mestu leyti eyðimörk á þeim
tíma.“27
í öðru lagi birtist ekki aðeins blíð og tamin náttúrusýn póst-
kortanna í verkum þjóðskáldanna, enda er erfitt að skynja nátt-
úru íslands einungis sem rómantíska glansmynd. Ekki er alltaf
logn og sólskin á Islandi, eins og allir vita sem kynnst hafa ís-
lensku veðurfari af eigin raun, og þá ekki einu sinni um hásumar.
I kvæði sínu „Vetrarkoman á Austfjörðum, 1836“ gerir sr. Ólafur
Indriðason á Kolfreyjustað ógn vetrarins að yrkisefni og stingur
lýsing hans mjög í stúf við rómantískt myndmál ættjarðarljóð-
anna. „Blítt er sumar farið á flótta; / fagur eígi sjest nú dagur; /
vindsvals bur, sá heljar hundur, / hræðilega á biggðir æðir;“ segir
hann í fyrstu línum kvæðisins, og hann lýkur því á svipuðum
nótum:
Nasir kaldar fól út flæsir -
fratar mjöll úr hvurju gati;
belgjir hvopt, og blæs út kólgu -
biljir kletta gnípur milja;
ímist knefum ólmur saman
ellegar skrokkjinn lemur svell’gann;
orgar grimmt, so imur í björgum:
allar skjepnur nú skulu drepnar!28
Hér kemur einnig í hug hið kunna kvæði Matthíasar Jochums-
sonar, starfsbróður Ólafs, sem hann orti hálfri öld síðar í tilefni
27 Brœdur af Ströndum. Dagbœkur, ástarbréf, almenn bréf sjálfsœvisaga, minnis-
bœkur og samtíningur frá 19. öld, Sigurður Gylfi Magnússon tók saman
(Reykjavík, 1997), bls. 276; sbr. Matthías Jochumsson, „Minni íslands", Ljóð-
mxli. Fyrri hluti. Frumort Ijóð (Reykjavík, 1956), bls. 15.
28 Ólafur Indriðason, „Vetrarkoman á Austfjörðum, 1836“, Fjölnir 3 (1837),
frjetta-bálkurinn, bls. 33-34.