Skírnir - 01.09.1999, Síða 76
322
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
hafískomu á Norðurlandi vorið 1888: „Silfurfloti, sendur oss að
kvelja! / situr ei í stafni kerling Helja, / hungurdiskum hendandi’
yfir gráð?“29 Jafnvel verður Steingrímur Thorsteinsson, sem ann-
ars var tamara að yrkja um sumarkvöld við álftavatnið bjarta en
vetrarhörkur eða vorhret, að viðurkenna í ljóði sínu „Miðsumar"
að „Oft finnst oss vort land eins og helgrinda hjarn“, en um leið
er hann fljótur að afsaka þessa hörku landsins með því að
hart er það að eins, sem móðir við barn,
Það agar oss strangt með sín ísköldu él,
En á samt til blíðu, það meinar allt vel.30
Að vissu leyti má þó líta á síðasta dæmið sem aðra hlið á hinni
rómantísku nytjahyggju, af því að þar birtist sú útbreidda skoðun
að stríð náttúra Islands styrki þjóðina og hvetji í dagsins önn.31 I
náttúrusýn Bjarna Thorarensens er óblíð náttúra landsins og
„fjærstaða“ einmitt talin helsta vörn þjóðarinnar gegn erlendri
„ódyggð" sem læðist að Islendingum yfir hafið:
Þú nafnkunna landið sem lífið oss veittir,
landið sem aldregi skemmdir þín börn,
hvert þinnar fjærstöðu hingað til neyttir,
hún sér þér ódugnaðs framvegis vörn.
Undarlegt sambland af frosti og funa,
fjöllum og sléttum og hraunum og sjá;
fagurt og ógurlegt ertu þá brunar
eldur að fótum þín jöklunum frá!
29 Matthías Jochumsson, „Hafísinn", Ljóðmœli. Fyrri hluti, bls. 150-52.
30 Steingrímur Thorsteinsson, „Miðsumar", Ljóðmœli, bls. 154-55.
31 Trúmaðurinn Matthías réttlætti tilvist hafíssins með því að hann væri mannin-
um hvatning til að treysta guði: „Þú ert strá, en stórt er Drottins vald. / Hel og
fár þér finnst á þínum vegi; / fávís maður, vittu, svo er eigi, / haltu fast í Herr-
ans klæðafald! / Lát svo geisa lögmál fjörs og nauða, / lífið hvorki skilur þú né
hel: / Trú þú: - upp úr djúpi dauða / Drottins rennur fagrahvel." Matthías
Jochumsson, „Hafísinn", Ljóðmceli, bls. 152.