Skírnir - 01.09.1999, Síða 77
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
323
Fjör kenni’ oss eldurinn, frostið oss herði,
fjöll sýni torsóttum gæðum að ná;
bægi sem kerúb með sveipanda sverði
silfurblár Ægir oss kveifarskap frá.
Þó vellyst í skipsförmum völskunum meður
vafri að landi, eg skaða ei tel;
því út fyrir kaupstaði íslenzkt í veður
ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel.32
Við upphaf ferils síns endurómar raunsæisskáldið Hannes Haf-
stein svipaða skoðun í fullvissu sinni um að stormurinn veki
starfsgleði með manninum um leið og hann drepur feyskna kvisti
á íslenskum meiði:
Jeg elska þig, stormur, sem geisar um grund
og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund,
en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur
og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.
Þú þenur út seglin og byrðinginn ber
og birtandi, andhreinn um jörðina fer;
þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur
og lífsanda starfandi hvervetna vekur.
Og þegar þú sigrandi’ um foldina fer,
þá finn jeg að þrótturinn eflist í mjer.
Jeg elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir,
jeg elska þig, máttur, sem þokuna leysir.33
Guðmundur Finnbogason, þá prófessor í hagnýtri sálfræði
við Háskóla Islands og síðar landsbókavörður, bjó þessar hug-
32 Bjarni Thorarensen, „ísland", Kvœði, bls. 28-29; sbr. Páll Valsson, íslensk
bókmenntasaga. 3. bd., bls. 274-78.
33 Hannes Hafstein, „Stormur", Ljóða-bók. 2. útg. (Reykjavík, 1925), bls. 169.