Skírnir - 01.09.1999, Page 78
324
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
myndir í „vísindalegan“ búning í ritlingi sem hann nefndi Land
°g þjóð og birtist sem fylgirit Arbókar Háskóla Islands árið 1921.
„Líf hverrar þjóðar er stöðug samvinna við náttúru þess lands, er
hún byggir, og þar með sjávarins, ef það liggur að sjó“, fullyrðir
hann í greininni og styður þessa tilfinningu sína með töflum og
tölfræði.34 Umhverfið móti skapferli manna og jafnvel líkamlegt
atgervi og hreyfingar. Þessu til sönnunar benti hann á að
„[sjveitamenn, sem sífellt ganga á ósléttu, verða t. d. öðruvísi í
göngulagi en borgarbúar, sem ganga á þilsléttum götum; svo er
og meira fjarsýni í augnaráði sveitamannsins og sjómannsins en
borgarbúans, sem alltaf hefir húsvegginn rétt við nefið“.35 A
grunni þessara hugmynda taldi hann sig geta sýnt fram á yfir-
burði Norðlendinga yfir Sunnlendingum í andlegum efnum með
„vísindalegum“ hætti - þótt sú staðreynd að hann var Þingeying-
ur sjálfur kunni að hafa haft einhver áhrif á þá niðurstöðu hans. A
Nojðurlandi var loftslagið líkara meginlandsloftslagi en fyrir
sunnan og „það hefir örvandi áhrif, gerir menn fjörugri í hugsun
og hreyfingum og afkastameiri við andleg störf“. Eins taldi hann
eðlilegt að þurrviðrin norðanlands og austan temdu mönnum á
þeim slóðum snyrtimannlegri framgöngu en öðrum Islendingum,
„því að bæði fer viðmótið eftir skapinu og hins vegar verður allur
þrifnaður, utan húss og innan, erfiðari í hrakviðrum".36
Þrátt fyrir að erfitt hafi reynst að skjóta stoðum raunvísinda
undir ákveðið samband á milli náttúrunnar og eiginleika íslend-
inga hafa þessar hugmyndir reynst lífseigar. Minna má þar á um-
fjöllun erlendra blaða um söngkonuna Björk Guðmundsdóttur,
en sérkennilegur söngstíll hennar, lagasmíðar og framkoma er oft
rakin til uppruna hennar. „Hún ólst upp á sjöunda áratugnum"
segir greinarhöfundur tónlistartímaritsins Mojo, í þýðingu blaða-
manns Morgunblaðsins,
hjá framúrstefnulegri móður og stjúpföður í umhverfi sem markaðist af
árstíðabundnum sérkennum íslands, menningarlegri einangrun og
heiðnu yfirbragði. Björk Guðmundsdóttir drakk í sig með móðurmjólk-
34 Guðmundur Finnbogason, Land ogþjóð. Ný útgáfa (Reykjavík, 1969), bls. 21.
35 Sama rit, bls. 44.
36 Sama rit, bls. 82-87.