Skírnir - 01.09.1999, Side 79
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
325
inni íslensku þjóðsögurnar, Joni Mitchell, Sparks, Abba, djass, Hendrix,
Utvarp Lúxemborg, langa sumardaga og vetrarnætur, jökla, hveri og eld-
fjöll. Sem unglingur var hún innblásin af The Slits, Crass og Stockhausen
og tókst snemma á við móðurhlutverkið. Þegar hún syngur brjótast allir
þessir straumar fram í einu vatnsfalli.37
Ekki virðist vefjast neitt sérstaklega fyrir blaðamanninum hvernig
unglingur, alinn upp í menningarlegri einangrun, gat kynnst jafn
ólíkum og sannarlega óíslenskum tónlistarmönnum og Karlheinz
Stockhausen, Crass og Abba, auk þess að Björk hlustaði á erlend-
ar útvarpsstöðvar á vetrarkvöldum. Því er ekki að búast við að
hann geri nákvæma grein fyrir því hvernig jöklar, hverir og eld-
fjöll móta sköpunargleði reykvískra unglinga. Ummælin eru þó
glögg merki um það að goðsögnin um áhrif náttúrunnar á ís-
lenska skapgerð lifir ennþá góðu lífi, þótt með mjög ólíkum hætti
sé en hjá Guðmundi Finnbogasyni, og hefur hlotið góðan hljóm-
grunn hjá erlendum þjóðum.
Endalok nytjahyggjunnar?
Staða náttúrunnar í íslenskri þjóðarvitund hefur tekið miklum
stakkaskiptum á undanförnum áratugum, samhliða stórstígum
umskiptum í íslensku efnahags- og þjóðlífi. Á 20. öldinni hefur
þjóðin stigið út úr moldarkofunum, þar sem fátækari hluti henn-
ar bjó í eins lifandi snertingu við náttúruna og hugsast gat, og
horfið inn í manngert umhverfi borgarlífsins. Aukin velmegun Is-
lendinga er sprottin af sömu rótum og efnahagsþróun nágranna-
landanna og íslenskt samfélag er nú í flestu líkt þjóðfélögum ann-
arra iðnvæddra ríkja á Vesturlöndum. Samt sem áður hefur allt til
þessa dags verið lögð rík áhersla í íslenskri þjóðmálaumræðu á að
ólíkt iðnríkjum Evrópu sé Island veiðimannasamfélag og hér
hljóti nýting náttúruauðlinda að vera grundvöllur efnahagslífs um
ókomna tíð.38 Langt fram eftir öldinni hafa Islendingar því verið
37 „Björk ofarlega á lista yfir 100 mestu söngvara allra tíma [...]“, Morgunblaðið
25. september 1998, bls. 64.
38 Sjá greinar Arnars Guðmundssonar, „Mýtan um ísland. Áhrif þjóðernis-
hyggju á íslenska stjórnmálaumræðu", Skírnir 169 (vor 1995), bls. 104-107 og