Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 80
326
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
nokkuð sammála um að aukin velmegun landsmanna hljóti að
byggjast á því að þeir nái betri tökum á sífellt fleiri þáttum ís-
lenskrar náttúru. Fiskveiðum er stjórnað af vísindamönnum sem
reikna út stærð fiskistofna, hagfræðingar smíða líkön af hag-
kvæmri nýtingu auðlindanna og verkfræðingar hanna vatnsafls-
virkjanir sem munu umbreyta náttúrulegu landslagi hálendisins.
Ávallt hafa staðið deilur um virkjun fallvatna á Islandi, en mest
alla öldina hefur ágreiningurinn fremur snúist um erlent eignar-
hald á fossum og raforkufyrirtækjum en framkvæmdirnar sjálf-
ar.39 Áhyggjur af náttúruspjöllum voru því ekki ofarlega í hugum
manna þegar tekist var á um virkjun fossa fyrr á öldinni, heldur
tengdust þær fremur því hvernig átti að samræma framfarir og
efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.40
Þessi afstaða virðist hafa breyst nokkuð skyndilega á síðustu
árum, sem sést best af samanburði á umræðum á Alþingi um
samninga ríkisins við svissneska fyrirtækið Alusuisse vegna álvers
í Straumsvík árið 1965 og við bandarísku álbræðsluna Columbia
Ventures vegna álvers við Hvalfjörð rúmum þremur áratugum
síðar. I gríðarlöngum umræðum um fyrri samninginn vorið 1965,
sem fylla yfir 600 dálka í Alþingistíðindum,41 var eignarhald verk-
smiðjunnar einn helsti ásteytingarsteinninn, en stjórnarandstaðan
mótmælti af hörku því að hér væri verið að veita inn í landið er-
„Átökin um „íslendinginn.“ Drög að nýrri sjálfsmynd", Islenska söguþingið.
Ráðstefnurit. 1. bd. (Reykjavík, 1998), bls. 268-77.
39 Sjá ítarlega umfjöllun Sigurðar Ragnarssonar um fossamálið í þremur greinum
sem birtust í tímaritinu Sögu á árunum 1975-77, „Innilokun eða opingátt.
Þættir úr sögu fossamálsins", Saga 13 (1975), bls. 5-105, „Fossakaup og fram-
kvæmdaáform. Þættir úr sögu fossamálsins", Saga 14 (1976), bls. 125-82 og
Saga 15 (1977), bls. 125-222. Kvæði Þorsteins Erlingssonar „Við fossinn" tjáir
andúð manna á sölu fossaleyfa á skáldlegan hátt: „En fái þeir selt þig og sett
þig við kvörn, / þá sjest, hverju’ er búið að týna, / og hvar okkar misþyrmd og
máttvana börn / fá malað í hlekkina sína.“ Þyrnar. 4. prentun aukin (Reykja-
vík, 1943), bls. 230.
40 Þó er sennilegt að Sigurður Ragnarsson hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að
barátta Sigríðar í Brattholti og Tómasar föður hennar fyrir friðun Gullfoss
hafi notið samúðar margra landsmanna, þótt ekki vísi hann á neinar heimildir
því til stuðnings, sjá „Fossakaup og framkvæmdaáform", Saga 15 (1977), bls.
202-203.
41 Alþingistíðindi 87. löggjafarþing, B (1965), d. 1351-960.