Skírnir - 01.09.1999, Side 82
328
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
slíkri vegna mengunar og annarra náttúruspjalla sem hún myndi
leiða af sér.46
Breytingar á viðhorfum alþingismanna til stóriðju og nýtingar
náttúruauðlinda styðjast greinilega við nýja strauma í íslenskri
þjóðmálaumræðu. Hér ber sennilega hæst vaxandi andstöðu við
virkjanir og uppistöðulón á hálendi og háværar kröfur íbúa
þéttbýlis, ekki síst á suðvesturhorni landsins, um að fá hlutdeild í
skipulagi og nýtingu lands á afréttum.47 I þessu sambandi er
gjarnan bent á að hálendið, líkt og auðlindirnar í sjónum, sé sam-
eign þjóðarinnar og því eigi sömu lýðræðisreglur að gilda um
yfirráðarétt yfir óbyggðum og teljast sjálfsagðar við stjórn lands-
ins.48 I fljótu bragði má draga þá ályktun að staða náttúrunnar í
þjóðernisvitund Islendinga sé að breytast á tvennan hátt. I annan
stað virðist sem nytjahyggjan, sem hefur drottnað í viðhorfum ís-
lendinga til umhverfisins, sé á undanhaldi og í hinn er sem náttúr-
an sé að taka við af tungumálinu og menningunni sem helsta við-
mið íslenskrar þjóðernisstefnu - eða mikilvægasta tákn þess sem
gerir okkur að íslendingum og greinir okkur frá öðrum þjóðum.49
Þróun í náttúrusýn Islendinga er flókin og að ýmsu leyti brota-
kennd og misvísandi, en benda má á nokkra þætti sem ýtt hafa
undir þessi nýju tengsl náttúruverndar og þjóðerniskenndar á
undanförnum árum, um leið og þeir hafa grafið undan sjónarmið-
um nytjahyggjunnar í samskiptum íslendinga við umhverfi sitt.
I fyrsta lagi hefur orðið alger bylting í búsetuþróun á íslandi á
undanförnum áratugum, sem um leið endurspeglar gagnger um-
skipti í íslensku atvinnulífi frá því að þjóðin hafði nær öll viður-
46 Sama rit, d. 4725-53, 4762-817, 6744-801 og 6842-46.
47 Sbr. umræður um ný sveitarstjórnalög á Alþingi, 288. mál, 122. löggjafarþings,
36.-37. fundur (5. og 8. des. 1997), 113.-21. fundur (28. apríl-8. maí 1998) og
135. fundur (28. maí 1998), en alþingismenn ræddu nær ekkert annað í þessu
viðamikla frumvarpi en skipulagsmál hálendisins. Röksemdir andstæðinga
frumvarpsins eru dregin saman í nefndaráliti minnihluta félagsmálanefndar
(Rannveig Guðmundsdóttir), þskj. 1275 -288. mál, 122. löggjafarþing.
48 Þessi skoðun sækir stuðning í lög um þjóðlendur, 1998, nr. 58,10. júní.
49 Þessu hélt ég fyrst fram í viðtali í Morgunblaiinu 22. september 1996, bls. 39.
En ekki voru allir sáttir við túlkun mína, sbr. ummæli Kristjáns Árnasonar
prófessors í Morgunblaðinu 8. október 1996, bls. 8.