Skírnir - 01.09.1999, Side 84
330
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKlRNIR
báðir mærðu þeir fegurð hins ósnortna lands, því hvort tveggja
taldist bera vott um framfarir í íslensku þjóðlífi. Með vaxandi vel-
megun og minnkandi vægi landbúnaðar í hagkerfinu hefur
áherslan breyst í þessu efni, sem sést m.a. á því að í hugum
margra er hvorki aukið beitarland fyrir sauðfé né ræktun nytja-
skóga lengur helsta markmið uppgræðslu mela og örfoka lands.52
Nú virðist hugmyndin um hið sérstaka eðli íslenskrar náttúru
vera að leysa framfaratrúna af hólmi, þar sem hinum hreinu,
villtu og ótömdu óbyggðum er stefnt gegn „útlendu" andrúms-
lofti borgarlífsins - þegar Islendingurinn hverfur úr borginni og
nýtur samvista við náttúruna endurnýjar hann/hún sitt innsta eðli
sem íslendingur.53
I öðru lagi hefur bætt aðgengi gjörbreytt afstöðu landsmanna
til íslenskrar náttúru, og þá sérstaklega til óbyggðanna. Vaxandi
jeppa- og vélsleðafloti Islendinga og betri samgöngur á hálendi
hafa opnað óbyggðirnar fyrir almenningi og gert æ fleirum kleift
að sækja staði heim sem áður voru flestum Islendingum lokaður
heimur.54 Þar með eru perlur hálendisins ekki lengur aðeins til á
ljósmyndum eða náttúrulífsmyndum, heldur einnig í minningu
þess fólks sem hefur upplifað þær sjálft - eða kannski sem sam-
viskubit í vitund þeirra sem ekki hafa gefið sér tíma til að halda á
52 Hér má benda á deilur um gildi lúpínu í landgræðslu og ræktun nytjaskóga, sjá
t.d. Auðun Arnórsson, „Er lúpínan væn eða skaðvæn?" Morgunblaðið 4. ágúst
1995, bls. 31, Sigurð H. Magnússon og Borgþór Magnússon, „Uppgræðsla á
tímamótum?“ Morgunblaðið 6. október 1996, bls. 30-31 og Þröst Eysteinsson,
„Vernd, endurheimt, nýsköpun: stefnumörkun í landgræðslu og skógrækt",
Morgunblaðið 3. nóvember 1996, bls. 28-29.
53 Sbr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, „Fjallmyndin. Sjónarhorn íslenskra lands-
lagsljósmynda", í Elín Bára Magnúsdóttir og Ulfar Bragason, ritstj., Imynd Is-
lands. Ráðstefna um miðlun íslenskrar sögu og menningar erlendis 30. október
1993 (Reykjavík, 1994), bls. 71-83, en þar gerir hann ágæta grein fyrir þessari
orðræðu út frá táknmáli íslenskra landslagsljósmynda.
54 Það er athyglisvert að Sigurður Þórarinsson og Ármann Snævarr notuðu ná-
kvæmlega sömu rök í athugasemdum með lögum um náttúruvernd árið 1956
til að benda á nauðsyn lagasetningar náttúrunni til verndar, en að þeirra mati
var „viðhorf bæjarbúa til náttúrunnar [...] oft annað en sveitafólks og náttúr-
unni minna í hag“ — þ.e. eitt meginmarkmið náttúruverndar var að verja
óbyggðir fyrir ágangi bæjarbúa; „Um náttúruvernd", Tímarit lögfrœðinga 6
(1956), bls. 231.